Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 26. ágúst 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Frá Real Madrid til Como (Staðfest)
Mynd: Como
Como hefur staðfest kaupin á argentínska leikmanninum Nico Paz en hann kemur frá Evrópu- og Spánarmeisturum Real Madrid.

Paz er 19 ára gamall miðjumaður sem lék átta leiki fyrir aðallið Real Madrid á síðustu leiktíð.

Árið 2022 var hann valinn í 48-manna úrtakshóp argentínska landsliðsins fyrir HM en komst ekki í lokahópinn.

Hann er nú genginn í raðir nýliða Como á Ítalíu fyrir sex milljónir evra, en Real Madrid mun bæði geta keypt hann til baka fyrir umsamda upphæð og fær þá einnig 50 prósent af næstu sölu leikmannsins.

Þetta er annar efnilegi Argentínumaðurinn sem Como fær á stuttum tíma en Maximo Perrone kom til félagsins frá Manchester City í gær.

Glugginn hefur litið vel út hjá Como í sumar en þeir Pepe Reina, Raphael Varane, Alberto Moreno, Andrea Belotti og Sergi Roberto eru allir komnir til félagsins. Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal, Barcelona og Chelsea, er þjálfari liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner