Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. september 2020 19:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bilic sáttur með liðið sitt en ósáttur við VAR
Slaven Bilic.
Slaven Bilic.
Mynd: Getty Images
Chelsea kom til baka gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa lent 3-0 undir. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli.

Tammy Abraham skoraði jöfnunarmark Chelsea í uppbótartíma. Slaven Bilic, stjóri West Brom, var ósáttur við að markið skyldi fá að standa.

„Við erum stoltir og ánægðir með frammistöðuna. Strákarnir gerðu nákvæmlega það sem ég bað þá um," sagði Bilic í viðtali eftir leik.

„En í lok leiksins erum við gríðarlega vonsviknir. Síðasta markið var ekki venjulegt, það var hendi. Ég er aðdáandi VAR en ég skil ekki hvernig þeir sjá ekki að þessa augljósu hendi."

„Það er mjög erfitt að sætta sig við þetta," sagði Bilic en West Brom náði í sitt fyrsta stig á tímabilinu í dag.

VAR skoðaði markið en leyfði því að standa. Endursýningu af markinu má sjá hérna.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner