Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 26. september 2020 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Chelsea kom til baka eftir skelfilegan hálftíma
West Brom byrjaði leikinn mjög vel.
West Brom byrjaði leikinn mjög vel.
Mynd: Getty Images
Chelsea náði að koma til baka.
Chelsea náði að koma til baka.
Mynd: Getty Images
West Brom 3 - 3 Chelsea
1-0 Callum Robinson ('4 )
2-0 Callum Robinson ('25 )
3-0 Kyle Bartley ('27 )
3-1 Mason Mount ('55 )
3-2 Callum Hudson-Odoi ('70 )
3-3 Tammy Abraham ('90 )

Chelsea náði að koma til baka gegn nýliðum West Brom eftir skelfilegan hálftíma í fyrri hálfleik þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni.

Callum Robinson kom West Brom yfir strax á fjórðu mínútu með skoti sem fór undir Willy Caballero í markinu. Þessi fyrrum sóknarmaður Sheffield United var aftur á ferðinni rúmum 20 mínútum síðar eftir slæm mistök Thiago Silva.

Silva var að spila sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni og hann var með fyrirliðaband Chelsea í dag. Þessi reyndi varnarmaður kom frá Paris Saint-Germain í sumar.

Á 27. mínútu var hörmungin fullkomnuð fyrir Chelsea þegar varnarmaðurinn Kyle Bartley skoraði eftir hornspyrnu.

Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir West Brom, sem hafði tapað báðum leikjum sínum í deildinni fyrir leikinn í dag. Varnarleikur Chelsea eins og svo oft áður ekki upp á marga fiska.

Chelsea sótti í sig veðrið í seinni hálfleiknum, enda ekki mikið annað hægt eftir frammistöðuna í fyrri hálfleik. Mason Mount minnkaði muninn á 55. mínútu með skoti fyrir utan teig og Callum Hudson-Odoi minnkaði muninn enn frekar á 70. mínútu eftir góða sókn.

Leikurinn virtist ætla að enda með naumum sigri West Brom, en í uppbótartímanum skoraði Tammy Abraham jöfnunarmarkið þegar hann náði frákasti í teignum. Markið var skoðað í VAR þar sem boltinn fór í höndina á Kai Havertz í aðdragandanum en markinu var leyft að standa.

Lokatölur 3-3. Chelsea er með fjögur stig og West Brom er komið með sitt fyrsta stig á tímabilinu.

Önnur úrslit í dag:
England: Man Utd með sigurmark eftir að flautað hafði verið af
England: Umdeild vítaspyrna tryggði Everton þriðja sigurinn í röð
Athugasemdir
banner
banner
banner