Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
banner
   þri 26. september 2023 10:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það kemur mér svo lítið á óvart að hún hafi verið svona góð"
watermark Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hildur Antonsdóttir fékk mikið hrós eftir leik Íslands og Wales í Þjóðadeildinni á föstudag.

Hildur var einn besti leikmaður Íslands í leiknum en hún fékk átta í einkunn frá Fótbolta.net í þessum sterka 1-0 sigri.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, liðsfélagi Hildar í landsliðinu, var spurð út í hennar frammistöðu eftir leikinn.

„Hildur er frábær. Það kemur mér svo lítið á óvart að hún hafi verið svona góð. Ég er von að spila með hana við hliðina á mér eða fyrir aftan mig. Ég er mjög stolt af henni," sagði Karólína í samtali við Fótbolta.net.

Hildur og Karólína spiluðu saman í Breiðabliki, en þær leika núna báðar erlendis; Hildur með Fortuna Sittard í Hollandi og Karólína með Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Hildur, sem er 28 ára gömul, hefur komið sterk inn í landsliðið eftir að hafa fengið fá tækifæri áður. Hún hefur bætt sig mikið eftir að hún fór til Hollands og hefur verið að stíga upp eftir að hurðin opnaðist fyrir hana í landsliðinu, en hún er líkleg til að byrja gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni á eftir.

Sjá einnig:
Hildur hafi burði til að vera lykilmaður næstu árin
Karólína stolt: Lendum í miklum áföllum en þetta er gríðarlega sterkt
Tók áhættu sem reyndist heillaskref - „Undir mér komið að sýna það"
Athugasemdir
banner
banner
banner