Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 26. október 2024 20:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Ekki víst að þetta hafi verið síðasti leikur ferilsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var í raun hræðilegt, þeir komast í 2-0, fá rautt og víti og þá var einhvern veginn allur botn úr þessu. Þetta var mjög ljótt og pirrandi, sérstaklega í ljósi úrslita í öðrum leikjum. Maður er mjög svekktur," sagði Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, eftir 7-0 tap gegn KR í lokaumferðinni, tap sem felldi HK úr Bestu deildinni.

HK þurfti að fá fleiri stig í dag heldur en Vestri sem á sama tíma tapaði 1-3 gegn Fylki á hemavelli. Jafntefli hefði því dugað HK í dag.

Lestu um leikinn: KR 7 -  0 HK

„Ég get eiginlga ekki lýst því, vissi ekki úrslitin fyrr en ég kom inn í klefa og það var eiginlega ennþá meira pirrandi. Það er erfitt að lýsa þessu."

Leifur er 35 ára og orðrómur um að hann ætlaði að kalla þetta gott eftir leikinn í dag.

„Þetta var ekkert endilega síðasti leikurinn, ég fer bara núna í frí og svo tökum við stöðuna. Ég veit það ekki ennþá."

„Það er rétt hjá þér, þetta er ömurlegt, mér líður hræðilega og hvað þá að tapa 7-0 að tapa í síðasta leik og það var allt undir. Ekki það að við höfum fallið hérna í dag, við fáum tvö stig á móti Fylki og Vestra í allt sumar, það er dánarbitinn okkar. Heilt yfir verðum við að vera stoltir af því að spila mikið á ungum leikmönnum sem fengu fullt af tækifærum. Klúbburinn er kannski að taka skref fram á við með því, en það hefði verið virkilega gott að ná að bjarga okkur hérna í dag, en þetta gerðist ekki hérna í dag."

„Já, ég get alveg viðurkennt að tapið fyrir vestan hafi farið langt með þetta, en maður var samt að berja í sig trúna og fjögur stig, eftir úrslit dagsins, hefðu nægt í síðustu tveimur leikjunum. Maður var alltaf að berja þá trú í sér í landsleikjahléinu. Eftir Fram leikinn hafði maður trú og fór inn í leikinn í dag með bullandi trú. Það er gríðarlega erfitt að fá víti og rautt, fara 2-0 undir, í svona baráttu. Það fór gjörsamlega með ykkur."


Var HK liðið nógu gott til að halda sér uppi?

„Við erum með jafnmikinn stigafjölda og Vestri, enginn hafði trú á okkur, enduðum með 25 stig og fáum bara tvö stig á móti Fylki og Vestra sem við börðumst við. Ég held við höfum sýnt allavega góða kafla, en frammistaðan var mjög óstöðug. Ég held að klúbburinn og leikmenn, sérstaklega ungir, þurfi að byrja strax að huga að næsta tímabili og stefna beint upp aftur. Það er fullt til að byggja ofan á, fúlt að þurfa að gera það í Lengjudeildinni, en svona er lífið."

Utan frá höfðu fáir trú á því að HK gæti bjargað sér í dag, sérstaklega með það bakvið eyrað að fallið lið Fylkis þurfti að vinna Vestra og Fylkisliðið þunnskipað.

„Ég bjóst við að Fylkir myndi taka allavega stig eða jafnvel vinna leikinn, það er hreinskilið svar. Mér finnst Fylkir hafa verið flottir í sumar og kannski ekki með jafnmörg stig og þeir eiga skilið, erfiðir við að eiga. Þeir eru með fullt af efnilegum leikmönnum sem eru erfiðir við að eiga. Það er líka erfitt að fara í þennan leik fyrir Vestra með allt undir, maður trúði því virkilega. En við þurftum að gera eitthvað og gerðum ekki neitt. Ég persónulega pældi ekkert í þessum leik, vissi ekki hvað staðan var fyrr en ég kom inn í klefa eftir leik."

Ennþá meira pirrandi að sjá svo að Fylkir vann?

„Já, það var eiginlega hræðilegt að sjá það," sagði fyrirliðinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner