Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 26. október 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tíu spá í spilin fyrir úrslitaleik Víkings og Breiðabliks
Hvar endar titillinn?
Flestir af spámönnunum spá því að Víkingur verði meistari.
Flestir af spámönnunum spá því að Víkingur verði meistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel Dejan Djuric.
Danijel Dejan Djuric.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Vatnhamar.
Gunnar Vatnhamar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verða Víkingar Íslandsmeistarar annað árið í röð?
Verða Víkingar Íslandsmeistarar annað árið í röð?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einn stærsti leikur Íslandssögunnar fer fram annað kvöld þegar Víkingur og Breiðablik eigast við í úrslitaleik í Bestu deild karla.

Liðin eru jöfn að stigum fyrir síðasta leik deildarinnar en Víkingar eru með betri markatölu. Það ræðst á morgun hvaða lið verður Íslandsmeistari.

Við á Fótbolta.net fengum tíu aðila til að spá í spilin fyrir þennan risastóra leik. Hvert fer eiginlega Íslandsmeistaratitillinn á morgun?

Arnar Daði Arnarsson, handboltasérfræðingur
Víkingur 1 - 1 Breiðablik
Eftir frammistöðu Ella á FM í síðustu viku þá væri það auðvitað vanvirðing gagnvart honum ef Víkingarnir ætla að klúðra þessu eftir allt saman.

Það er erfitt að spá í leikinn sjálfan þar sem veður og vindar geta haft töluverð áhrif á leikinn eins hafa innbyrðisleikir þessara liða verið miklir markaleikir. Ef einhver má þó ekki hafa áhrif á úrslit leiksins þá verður það maðurinn með flautuna. Veðurguðirnir mega eiga þann stimpil á sunnudaginn.

Það er eitthvað sem segir mér að jafntefli verði niðurstaðan. Blikarnir leita af sigurmarkinu lengi vel í leiknum. Þeir komast yfir um miðbik seinni hálfleiks en Víkingarnir fá dæmda vítaspyrnu rétt fyrir leikslok sem þeir nýta og tryggja sér jafnteflið og þar með Íslandsmeistaratitlinn.

Eldræða Arnars Gunnlaugssonar gagnvart dómurum eftir jafnteflisleik gegn Vestra í ágúst skilar sér og Víkingar verða Íslandsmeistarar í þriðja sinn á fjórum árum.

Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar
Víkingur 2 - 1 Breiðablik
Þetta verður stál í stál leikur en Víkingar koma á flugi inn í leikinn eftir sterkan sigur á Cercle Brugge og klára þetta 2-1 í talsvert lokaðari leik en Víkingar spiluðu í Sambandsdeildinni, refskák sem Arnar Gunnlaugs klárar.

Hrannar Björn Steingrímsson, leikmaður KA
Víkingur 2 - 2 Breiðablik
Þessi leikur mun ekki valda okkur neinum vonbrigðum, ekki frekar en fyrri leikir þessara liða. Ég var á því að Blikar myndu sigla þessu en ég held að sigurinn gegn Cercle Brugge gefi Víkingum eitthvað extra og þeir taki þetta að lokum þrátt fyrir að lenda tvisvar undir.

Hugsa að Blikarnir byrji af meiri krafti og komist yfir snemma og verða yfir eftir annars jafnan fyrri hálfleik. Víkingar jafna snemma í þeim síðari sem verður til þess að Blikar þurfa auðvitað að sækja mark og munu liggja á Víkingum þar til það ber árangur þegar um 20 mínútur lifa leiks. Þá sé ég þetta snúast við og Aron Elís nær að jafna rétt fyrir lok venjulegs leiktíma. Það mun svo allt sjóða upp úr í uppbótartímanum og ekki ólíklegt að 3-4 leikmenn byrji næsta tímabil í leikbanni. 2-2 lokatölur og til hamingju Víkingur.

Jakob Gunnar Sigurðsson, markakóngur í 2. deild
Víkingur 1 - 1 Breiðablik
Blikar komast snemma yfir með marki frá Höskuldi en það verða ekkert mörg færi í þessu. Víkingarnir skora svo bara á svona 97. mínútu eins og vanalega og sigla þessu.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Víkingur 1 - 2 Breiðablik
Eftir æsispennandi Íslandsmót og mikla baráttu hjá þessum frábæru liðum þá er ekki ólíklegt að úrslitin ráðist á dramatískan hátt á lokamínútunum á sunnudaginn. Eftir lokaðan fyrri hálfleik skora bæði lið með stuttu millibili í þeim síðari. Alveg eins og þegar FH og Stjarnan mættust í úrslitaleik fyrir tíu árum þá verður sigurmark á síðustu mínútu. Blikar verða ferskari á lokamínútunum og Ísak Snær Þorvaldsson skorar sigurmarkið, 2-1, í uppbótartíma.

Oliver Heiðarsson, leikmaður ÍBV
Víkingur 1 - 1 Breiðablik
Ég held að Breiðablik komist yfir snemma í fyrri hálfleik með því að nýta sér klaufaskap í vörn Víkinga en svo komast 'clutch genin' í gang hjá Vikes og þeir jafna seint í seinni. Það dugar til að tryggja titilinn aftur.

Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari og sérfræðingur
Víkingur 2 - 2 Breiðablik
Ég held að þessi leikir fari 2-2. Bæði lið búin að vera ótrúlega öflug og stöðug. 4-3 markið sem Danijel skoraði í siðasta leik verður núna gullsígildi þar sem Vikingur vinnur á jöfnu. Blikar verða kröftugir, sækja hratt og komast yfir í tvígang en Vikingur með seiglu og trú jafnar í bæði skiptin sem dugar í skjöldinn.

Sverrir Mar Smárason, Skagamaður og Ástríðukóngur
Víkingur 0 - 2 Breiðablik
Ég held að Blikarnir séu bara mun heilsteyptara lið akkúrat núna og verði það í þessum leik.

Þetta verður stórkostlegur fótboltaleikur. Hátt tempó og mikill hiti. Fyrir nokkrum árum þá hefði það orðið of mikið fyrir Blikana en þeir hafa þroskast mikið sem lið.

Ég vona að Blikarnir vinni þennan leik, það er í fyrsta skipti á minni ævi sem ég vona það. En ég er skagamaður og Víkingar hafa tvisvar í sumar komið til okkar og svo gott sem svindlað á okkur. Það situr í mér. Ég er bara með það mikla réttlætiskennd að ég er frekar til í að hlusta á Glazier, Eystein Þorra og fleiri góða á Twitter í allan vetur en að Víkingar vinni á svindli. Mikið sagt.

Ísak Snær verður maður leiksins í þessum leik og gerir bæði mörkin. Hverjir sem byrja í hafsent hjá Víkingi eiga von á löngum 90 mínútum, Jón Guðni fær rautt fyrir tæklingu þegar Ísak sleppur einn í gegn.

Víkingar eru í prógrammi og það munar um Valdimar Þór fram á við. Ég er almennt spenntur fyrir leiknum en finnst þó synd að það komist ekki fleiri á völlinn, það þarf eitthvað að skoða það. Það voru 5801 skráðir áhorfendur á Akranesvelli 1996.

Sölvi Haraldsson, fréttamaður á Fótbolta.net
Víkingur 2 - 2 Breiðablik
Þetta er pjúra 50/50 leikur en ef Pálmi Rafn byrjar í rammanum sé ég bara Blikasigur í kortunum. Víkingar hafa ekkert verið ótrúlega sannfærandi á meðan Breiðablik er mjög vel spilandi. Það er 100% að það verður eitthvað drama í þessum leik. Seint jöfnunarmark Víkinga, controversial dómur undir lok leiks eða eitthvað þannig.

Ísak Snær og Aron Bjarna skora mörk Blika en Niko Hansen og Gunnar Vatnhamar skora mörk Víkinga. Þetta verður þannig að Niko skorar snemma, staðan verður 1-1 í hálfleik eftir að Ísak Snær jafnar rétt fyrir hálfleiksflautið. Aron Bjarna skorar um miðjan seinni hálfleik en Gunnar Vatnhamar stangar boltann í netið þegar 5 mínútur eru eftir af leiknum. Svo liggja Blikar á Víkingum í lokin og fá vítaspyrnu sem Ingvar ver.

Valur Páll Eiríksson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2
Víkingur 2 - 2 Breiðablik
Stórskemmtun frá upphafi til enda. Fljúgandi tæklingar, rifrildi og geggjuð mörk. Blikar skora eitt úr víti í markið þar sem stuðningsmenn þeirra standa og Ingvar Jóns fær gult þegar hann lætur þá heyra það í kjölfarið.

Blikar reyna allt sem þeir geta til að ná inn sigurmarki en eiga ekki erindi sem erfiði. Allt sýður upp úr, Halldór Árna fær aðra flugferð og Arnar nær á ótrúlegan hátt að fá enn eitt rauða spjaldið þrátt fyrir að vera ekki á skýrslu.

Arnar fer hins vegar skælbrosandi heim með bikarinn og tekur bannið svo út árið 2036 þegar hann kemur aftur heim úr atvinnumennsku.

Niðurstaða:
Einn spáir Víkingi sigri (Víkingar verða þá meistarar)
Sjö spá jafntefli (Víkingar verða þá meistarar)
Tveir spá Blikum sigri (Breiðablik verður þá meistari)
Athugasemdir
banner
banner
banner