Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
   fös 25. október 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Höskuldur: Sennilega stærsti leikur í sögu Íslandsmótsins
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur hefur átt stórgott tímabil.
Höskuldur hefur átt stórgott tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Það er bara tilhlökkun," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, þegar hann ræddi við Fótbolta.net fyrir úrslitaleikinn í Bestu deildinni sem fer fram á sunnudag.

Breiðablik heimsækir Víkinga í lokaleik deildarinnar en annað hvort þessara liða verður Íslandsmeistari. Liðin eru jöfn að stigum en Víkingar eru með betri markatölu.

„Það er bara æðislegt sem leikmaður að fá að taka þátt í þessum viðburði á sunnudaginn. Sennilega er þetta stærsti leikur í sögu Íslandsmótsins. Þetta er bara meiriháttar," sagði Höskuldur.

Það verður allt undir á sunnudaginn en Breiðablik náði að búa til þennan úrslitaleik með því að leggja Stjörnuna að velli. Fyrr um þann dag hafði Víkingur unnið ÍA en mikil umræða var um stór dómaramistök í þeim leik. Mark var ranglega tekið af ÍA undir lokin í stöðunni 3-3. Víkingar fóru svo upp og skoruðu. Blikar höfðu engan áhuga á því að láta Íslandsmótið enda þannig en ef þeir hefðu tapað gegn Stjörnunni, þá hefði mótið svo gott sem verið búið. Blikar stóðust pressuna og bjuggu til úrslitaleik.

„Þetta var mjög 'tricky' leikur fyrir Stjörnunni. Þeir eru með hörkulið og eru orkumiklir, erfiðir við að eiga. Svo náttúrulega var það 'tricky' staða að nálgast þann leik þar sem við höfðum öllu að tapa. Mér fannst við leysa það vel og heilt yfir var það heilsteypt frammistaða," sagði Höskuldur en hann viðurkennir að það hafi verið flókið að leikur ÍA og Víkings hafi farið fram fyrr um daginn.

„Maður er mannlegur, við erum engin vélmenni. En leikmannahópurinn tæklar það eins og margt annað í sumar af einstakri fagmennsku."

Besta tímabilið á ferlinum?
Höskuldur hefur átt frábært tímabil persónulega og verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins. Ert þú að eiga þitt besta tímabil?

„Já, eflaust. Þau hafa verið helvíti fín síðustu tímabilin. Það má segja að þetta tímabil sé aðeins fyrir ofan. Maður er orðinn nokkuð sjóaður í að vita hvað virkar fyrir mann. Hausinn verður líka alltaf sterkari, reyndari og klókari. Ætli þetta sé ekki bara blanda af reynslu og að fá að spila fleiri leiki á miðjunni?" sagði fyrirliði Blika.

Allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem Höskuldur ræðir meira um tímabilið hjá Blikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner