Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
   fös 25. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Nikolaj Hansen: Svipuð tilfinning og 2021
Nikolaj Hansen.
Nikolaj Hansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er best," sagði Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, þegar hann ræddi við Fótbolta.net á fréttamannafundi fyrir úrslitaleik Víkings og Breiðabliks í Bestu deildinni.

Leikurinn fer fram á sunnudag, síðasti leikurinn í Bestu deildinni. Fyrir leikinn eru Víkingar jafnmörg stig og Blikar en þeir eru með betri markatölu.

Bæði lið hafa verið að spila marga stóra leiki síðustu vikur. Víkingar mættu Cercle Brugge frá Belgíu í gær og unnu þann leik. Núna er svo komið að mjög stóru prófi; hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

„Maður er að æfa minna, sofa meira og fara í ísbað. Maður verður tilbúinn fyrir leikinn á sunnudag. Ég held að við verðum allir strákarnir tilbúnir," segir Nikolaj.

Það hefur myndast mikill rígur á milli Víkings og Breiðabliks síðustu árin og það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með því. Þessi rígur kórónast í þessum úrslitaleik.

„Þetta er gaman. Það eru allir geggjaðir og skemmtilegir leikir gegn Blikum. Ég held að leikurinn á sunnudag verði ótrúlega spennandi og góður leikur."

„Þetta hefur verið að byggjast upp smá og smá. Þetta eru tvö bestu liðin á Íslandi sem vilja bæði vinna bikar. Við erum með leik núna þar sem allt snýst um það hver er að fara að taka bikarinn."

Nikolaj segir tilfinninguna svipaða og fyrir þremur árum þegar Víkingar urðu Íslandsmeistarar eftir sigur gegn Leikni í lokaumferðinni. „Við verðum að fá okkar stuðningsmenn til að hjálpa okkur á vellinum. Þetta er sama tilfinning og gegn Leikni 2021 þar sem við urðum að vinna síðasta leikinn."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Nikolaj ræðir líka mikið um sigurinn gegn Cercle Brugge í gær.
Athugasemdir
banner