Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 25. október 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Dóri Árna: Ekki gerst lengi að íslenskt lið spili undir slíkri pressu
Blikar stóðust pressuna og hlekkirnir fóru af
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Honum líður vel fyrir leikinn á sunnudaginn.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Honum líður vel fyrir leikinn á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar hafa leikið virkilega vel eftir því sem hefur liðið á sumarið.
Blikar hafa leikið virkilega vel eftir því sem hefur liðið á sumarið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dóri Árna hefur gert frábæra hluti með Blika í sumar.
Dóri Árna hefur gert frábæra hluti með Blika í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ótrúlega vel. Betur en mér hefur liðið lengi," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í dag. Á sunnudaginn mætast Víkingur og Breiðablik í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deildinni. Það er gríðarleg eftirvænting fyrir þessum risastóra leik.

„Við höfum verið í þeirri stöðu að spila á eftir liðinu sem við erum í baráttu gegn. Við höfum þurft að standa okkur að ná úrslitum og við höfum ekki mátt misstíga okkur í langan tíma. Eftir Stjörnuleikinn fóru allir hlekkir af. Núna er bara tilhlökkun og gleði. Við erum mjög sigurvissir og okkur líður vel fyrir sunnudeginum."

Allir hlekkir farnir af núna
Breiðablik þurfti að ná í góð úrslit í síðustu umferð gegn Stjörnunni til að halda vonum sínum á lífi. Fyrr um þann dag hafði Víkingur lagt ÍA að velli en mikil umræða var um stór dómaramistök í þeim leik. Mark var ranglega tekið af ÍA undir lokin í stöðunni 3-3. Víkingar fóru svo upp og skoruðu. Blikar höfðu engan áhuga á því að láta Íslandsmótið enda þannig en ef þeir hefðu tapað gegn Stjörnunni, þá hefði mótið svo gott sem verið búið. Blikar stóðust pressuna og bjuggu til úrslitaleik.

„Frá því við töpum gegn FH í júní höfum við nánast ekki mátt tapa stigi. Á meðan við erum með örlögin í okkar höndum, þá erum við í forréttindastöðu. Okkur hefur liðið mjög vel með það. Öllu liðinu hefur tekist mjög vel að útiloka utanaðkomandi áhrif sem við höfum ekki stjórn á. Við höfum lítið pælt í öðrum leikjum og annað. Við vöknum síðasta laugardag með það í huga að við urðum að vinna Stjörnuna og ætlum okkur þennan úrslitaleik," segir Halldór.

„Svo er það þannig að það spilast annar leikur (ÍA - Víkingur) þegar við erum að undirbúa okkur fyrir Stjörnuna og það er alltof langt í okkar leik til þess að útiloka það fyrir leikmenn. Við héldum í það að þetta væri í okkar höndum, en ég efast um að það hafi gerst lengi að íslenskt lið spili undir eins mikilli pressu og Breiðabliksliðið gerði gegn Stjörnunni eftir atburði dagsins. Þúsund leikir og þrjú ár af uppbyggingu til þess að búa til þennan úrslitaleik. Menn vöknuðu daginn eftir og þá voru allir hlekkir farnir af. Það er þvílík tilhlökkun fyrir sunnudeginum."

Besta lið deildarinnar síðan í júní
Halldór er ekki sammála því að Blikar séu ólíklegri aðilinn fyrir sunnudaginn, þeir séu undirmagninn. Víkingar eru með betri markatölu og þurfa bara jafntefli í leiknum. Breiðablik þarf að vinna til að taka Íslandsmeistaratitilinn.

„Ég sé okkur alls ekki sem 'underdogs'. Við erum síðan í júní búið að vera besta liðið í þessari deild. Ég sé það þannig í síðustu þremur leikjum hafa Víkingar gert gríðarlega vel í að koma til baka þrisvar til að tryggja sér þennan leik. Við förum í leikinn til að vinna hann. Það hefði verið úr karakter fyrir okkur að duga eitthvað jafntefli," segir Halldór og bætti við í lokin að leikplanið fyrir leikinn á sunnudaginn hefði verið klárt þegar hann vaknaði daginn eftir Stjörnuleikinn.
Athugasemdir