Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fös 25. október 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Dóri Árna: Ekki gerst lengi að íslenskt lið spili undir slíkri pressu
Blikar stóðust pressuna og hlekkirnir fóru af
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Honum líður vel fyrir leikinn á sunnudaginn.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Honum líður vel fyrir leikinn á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar hafa leikið virkilega vel eftir því sem hefur liðið á sumarið.
Blikar hafa leikið virkilega vel eftir því sem hefur liðið á sumarið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dóri Árna hefur gert frábæra hluti með Blika í sumar.
Dóri Árna hefur gert frábæra hluti með Blika í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ótrúlega vel. Betur en mér hefur liðið lengi," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í dag. Á sunnudaginn mætast Víkingur og Breiðablik í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deildinni. Það er gríðarleg eftirvænting fyrir þessum risastóra leik.

„Við höfum verið í þeirri stöðu að spila á eftir liðinu sem við erum í baráttu gegn. Við höfum þurft að standa okkur að ná úrslitum og við höfum ekki mátt misstíga okkur í langan tíma. Eftir Stjörnuleikinn fóru allir hlekkir af. Núna er bara tilhlökkun og gleði. Við erum mjög sigurvissir og okkur líður vel fyrir sunnudeginum."

Allir hlekkir farnir af núna
Breiðablik þurfti að ná í góð úrslit í síðustu umferð gegn Stjörnunni til að halda vonum sínum á lífi. Fyrr um þann dag hafði Víkingur lagt ÍA að velli en mikil umræða var um stór dómaramistök í þeim leik. Mark var ranglega tekið af ÍA undir lokin í stöðunni 3-3. Víkingar fóru svo upp og skoruðu. Blikar höfðu engan áhuga á því að láta Íslandsmótið enda þannig en ef þeir hefðu tapað gegn Stjörnunni, þá hefði mótið svo gott sem verið búið. Blikar stóðust pressuna og bjuggu til úrslitaleik.

„Frá því við töpum gegn FH í júní höfum við nánast ekki mátt tapa stigi. Á meðan við erum með örlögin í okkar höndum, þá erum við í forréttindastöðu. Okkur hefur liðið mjög vel með það. Öllu liðinu hefur tekist mjög vel að útiloka utanaðkomandi áhrif sem við höfum ekki stjórn á. Við höfum lítið pælt í öðrum leikjum og annað. Við vöknum síðasta laugardag með það í huga að við urðum að vinna Stjörnuna og ætlum okkur þennan úrslitaleik," segir Halldór.

„Svo er það þannig að það spilast annar leikur (ÍA - Víkingur) þegar við erum að undirbúa okkur fyrir Stjörnuna og það er alltof langt í okkar leik til þess að útiloka það fyrir leikmenn. Við héldum í það að þetta væri í okkar höndum, en ég efast um að það hafi gerst lengi að íslenskt lið spili undir eins mikilli pressu og Breiðabliksliðið gerði gegn Stjörnunni eftir atburði dagsins. Þúsund leikir og þrjú ár af uppbyggingu til þess að búa til þennan úrslitaleik. Menn vöknuðu daginn eftir og þá voru allir hlekkir farnir af. Það er þvílík tilhlökkun fyrir sunnudeginum."

Besta lið deildarinnar síðan í júní
Halldór er ekki sammála því að Blikar séu ólíklegri aðilinn fyrir sunnudaginn, þeir séu undirmagninn. Víkingar eru með betri markatölu og þurfa bara jafntefli í leiknum. Breiðablik þarf að vinna til að taka Íslandsmeistaratitilinn.

„Ég sé okkur alls ekki sem 'underdogs'. Við erum síðan í júní búið að vera besta liðið í þessari deild. Ég sé það þannig í síðustu þremur leikjum hafa Víkingar gert gríðarlega vel í að koma til baka þrisvar til að tryggja sér þennan leik. Við förum í leikinn til að vinna hann. Það hefði verið úr karakter fyrir okkur að duga eitthvað jafntefli," segir Halldór og bætti við í lokin að leikplanið fyrir leikinn á sunnudaginn hefði verið klárt þegar hann vaknaði daginn eftir Stjörnuleikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner