Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   fös 25. október 2024 15:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Arnar Gunnlaugs: Ómannlegt að fara í einhverja þvælu í gær
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar vonast til að fagna sigri á sunnudaginn.
Arnar vonast til að fagna sigri á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Núna er fullur fókus á Blikaleikinn," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við Fótbolta.net í dag. Á sunnudaginn mætast Víkingur og Breiðablik í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deildinni. Það er gríðarleg eftirvænting fyrir þessum risastóra leik.

Víkingar unnu sigur á Cercle Brugge í Sambandsdeildinni í gær en núna er einbeitingin komin á það að vinna Breiðablik og vinna í leiðinni Íslandsmeistaratitilinn.

„Við komum saman eftir leikinn í gær og fengum okkur pizzu. Þú verður í þessu amstri að njóta góðu stundanna. Við leyfum okkur að fagna í gær. Svo vöknuðum við í morgun og þá hefst undirbúningurinn fyrir leikinn gegn Blikum. Þannig á það held ég að vera. Ef við hefðum strax farið í einhverja þvælu í gær að vera eins og vélmenni - að fara að einbeita okkur að Blikaleiknum - þá er það ómannlegt. Við vonandi gerðum þetta hárrétt," sagði Arnar.

Þeir hafa verið ótrúlegir
Það voru flestir að tala um Víking og Val fyrir tímabil, en Blikarnir hafa gert mjög vel eftir miklar breytingar.

„Þeir hafa verið ótrúlegir. Þeir hikstuðu smá í byrjun, eðlilega. Svo hafa þeir svarað pressunni - sem fylgir því að vera alltaf að elta - mjög vel. Þeir eru mjög þroskað lið. Þeir minna mig svolítið á Víkinga ef ég á að segja alveg eins og er."

„Það slær enginn Óskari Hrafni við í skemmtanagildi í fótbolta. Blikarnir voru hrikalega skemmtilegir undir hans stjórn og náðu frábærum árangri. Það er aðeins öðruvísi núna. Aðeins? Þeir eru töluvert öðruvísi lið. En engu að síður eru þeir frábært lið sem skorar mikið af mörkum og fær fá á sig," sagði Arnar.

Það er einstaklega skemmtilegt að fá þennan leik þar sem það er mikill rígur á milli þessara tveggja liða.

„Þetta er draumaúrslitaleikur allra held ég. Það er mikið búið að ganga á síðustu árin. Ég ætla að vona að þetta verði ekki neinn endapunktur en þetta er hápunktur rígsins síðustu árin. Svo tekur eitthvað nýtt við. Það mun mikið gerast í þessum leik. Það verða mörk og svo verður besta liðið Íslandsmeistari," sagði þjálfari Víkinga en hann ætlar að mæta snemma á völlinn á sunnudaginn.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner