West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
banner
   fös 25. október 2024 15:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Arnar Gunnlaugs: Ómannlegt að fara í einhverja þvælu í gær
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar vonast til að fagna sigri á sunnudaginn.
Arnar vonast til að fagna sigri á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Núna er fullur fókus á Blikaleikinn," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við Fótbolta.net í dag. Á sunnudaginn mætast Víkingur og Breiðablik í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deildinni. Það er gríðarleg eftirvænting fyrir þessum risastóra leik.

Víkingar unnu sigur á Cercle Brugge í Sambandsdeildinni í gær en núna er einbeitingin komin á það að vinna Breiðablik og vinna í leiðinni Íslandsmeistaratitilinn.

„Við komum saman eftir leikinn í gær og fengum okkur pizzu. Þú verður í þessu amstri að njóta góðu stundanna. Við leyfum okkur að fagna í gær. Svo vöknuðum við í morgun og þá hefst undirbúningurinn fyrir leikinn gegn Blikum. Þannig á það held ég að vera. Ef við hefðum strax farið í einhverja þvælu í gær að vera eins og vélmenni - að fara að einbeita okkur að Blikaleiknum - þá er það ómannlegt. Við vonandi gerðum þetta hárrétt," sagði Arnar.

Þeir hafa verið ótrúlegir
Það voru flestir að tala um Víking og Val fyrir tímabil, en Blikarnir hafa gert mjög vel eftir miklar breytingar.

„Þeir hafa verið ótrúlegir. Þeir hikstuðu smá í byrjun, eðlilega. Svo hafa þeir svarað pressunni - sem fylgir því að vera alltaf að elta - mjög vel. Þeir eru mjög þroskað lið. Þeir minna mig svolítið á Víkinga ef ég á að segja alveg eins og er."

„Það slær enginn Óskari Hrafni við í skemmtanagildi í fótbolta. Blikarnir voru hrikalega skemmtilegir undir hans stjórn og náðu frábærum árangri. Það er aðeins öðruvísi núna. Aðeins? Þeir eru töluvert öðruvísi lið. En engu að síður eru þeir frábært lið sem skorar mikið af mörkum og fær fá á sig," sagði Arnar.

Það er einstaklega skemmtilegt að fá þennan leik þar sem það er mikill rígur á milli þessara tveggja liða.

„Þetta er draumaúrslitaleikur allra held ég. Það er mikið búið að ganga á síðustu árin. Ég ætla að vona að þetta verði ekki neinn endapunktur en þetta er hápunktur rígsins síðustu árin. Svo tekur eitthvað nýtt við. Það mun mikið gerast í þessum leik. Það verða mörk og svo verður besta liðið Íslandsmeistari," sagði þjálfari Víkinga en hann ætlar að mæta snemma á völlinn á sunnudaginn.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir