Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fös 25. október 2024 15:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Arnar Gunnlaugs: Ómannlegt að fara í einhverja þvælu í gær
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar vonast til að fagna sigri á sunnudaginn.
Arnar vonast til að fagna sigri á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Núna er fullur fókus á Blikaleikinn," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við Fótbolta.net í dag. Á sunnudaginn mætast Víkingur og Breiðablik í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deildinni. Það er gríðarleg eftirvænting fyrir þessum risastóra leik.

Víkingar unnu sigur á Cercle Brugge í Sambandsdeildinni í gær en núna er einbeitingin komin á það að vinna Breiðablik og vinna í leiðinni Íslandsmeistaratitilinn.

„Við komum saman eftir leikinn í gær og fengum okkur pizzu. Þú verður í þessu amstri að njóta góðu stundanna. Við leyfum okkur að fagna í gær. Svo vöknuðum við í morgun og þá hefst undirbúningurinn fyrir leikinn gegn Blikum. Þannig á það held ég að vera. Ef við hefðum strax farið í einhverja þvælu í gær að vera eins og vélmenni - að fara að einbeita okkur að Blikaleiknum - þá er það ómannlegt. Við vonandi gerðum þetta hárrétt," sagði Arnar.

Þeir hafa verið ótrúlegir
Það voru flestir að tala um Víking og Val fyrir tímabil, en Blikarnir hafa gert mjög vel eftir miklar breytingar.

„Þeir hafa verið ótrúlegir. Þeir hikstuðu smá í byrjun, eðlilega. Svo hafa þeir svarað pressunni - sem fylgir því að vera alltaf að elta - mjög vel. Þeir eru mjög þroskað lið. Þeir minna mig svolítið á Víkinga ef ég á að segja alveg eins og er."

„Það slær enginn Óskari Hrafni við í skemmtanagildi í fótbolta. Blikarnir voru hrikalega skemmtilegir undir hans stjórn og náðu frábærum árangri. Það er aðeins öðruvísi núna. Aðeins? Þeir eru töluvert öðruvísi lið. En engu að síður eru þeir frábært lið sem skorar mikið af mörkum og fær fá á sig," sagði Arnar.

Það er einstaklega skemmtilegt að fá þennan leik þar sem það er mikill rígur á milli þessara tveggja liða.

„Þetta er draumaúrslitaleikur allra held ég. Það er mikið búið að ganga á síðustu árin. Ég ætla að vona að þetta verði ekki neinn endapunktur en þetta er hápunktur rígsins síðustu árin. Svo tekur eitthvað nýtt við. Það mun mikið gerast í þessum leik. Það verða mörk og svo verður besta liðið Íslandsmeistari," sagði þjálfari Víkinga en hann ætlar að mæta snemma á völlinn á sunnudaginn.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner