Danski miðillinn Tipsbladet lofsamar Viktor Bjarka Daðason eftir frammistöðu hans í 3-2 sigri FCK á Kairat Almaty í Meistaradeildinni í kvöld.
Viktor Bjarki, sem er 17 ára gamall, bætti met spænska landsliðsmannsins Lamine Yamal er hann skoraði annað Meistaradeildarmark sitt á tímabilinu.
Varð hann yngsti leikmaðurinn til þess að skora tvö mörk í Meistaradeildinni á þessu stigi keppninnar.
Hann fær fjóra bolta af fimm mögulegum hjá Tipsbladet sem segist spennt fyrir framtíð Framarans sem var að byrja sinn fyrsta Meistaradeildarleik með FCK.
„Meistaradeildartöfrarnir halda áfram hjá Viktori. Þvílíkir mánuðir hjá þessum 17 ára framherja. Líkamlega getur hann barist gegn stóru strákunum og orðið alvöru skrímsli í svipuðum klassa og Andreas Cornelius þegar hann er búinn að bæta nokkrum kílóum á sig. Bara vá hvað þetta lofar góðu!“ var sagt í grein Tipsbladet.
Viktor Bjarki hefur komið að fimm mörkum með aðalliði FCK á þessari leiktíð og er nú orðinn fastamaður í hópnum.
Athugasemdir


