Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 27. febrúar 2020 13:53
Magnús Már Einarsson
Jóhann Berg aftur á meiðslalistann - Ekki með um helgina
Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með Burnley gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Jóhann Berg hefur ekkert spilað með aðalliði Burnley síðan 4. janúar vegna meiðsla.

Um síðustu helgi var Jóhann kominn aftur í leikmannahóp Burnley en hann var þá á bekknum gegn Bournemouth.

Sean Dyche, stjóri Burnley, staðfesti hins vegar á fréttamannafundi í dag að bakslag hefði komið í meiðsli Jóhanns og hann verði frá í einhverja daga.

Tæpur mánuður er í að Ísland og Rúmenía mætist í umspili um sæti á EM en Jóhann hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár.

Athugasemdir
banner