Danska félagið Midtjylland sendi í morgun frá sér tilkynningu þar sem segir að Kristoffer Olsson, leikmaður félagsins, hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir að hann missti meðvitund á heimili sínu.
Olsson hefur verið fjarverandi hjá Midtjylland að undanförnu og sá félagið sig knúið til að senda frá sér yfirlýsingu eftir að sögusagnir fóru á kreik um að hann hefði skaðað sjálfan sig.
Í yfirlýsingunni segir að Olsson hafi verið fluttur á sjúkrahús í Árósum fyrir viku síðan og liggi núna á sjúkrahúsi í öndunavél.
Þetta hljómar alls ekki vel en mestu sérfræðingar Danmerkur vinna núna að því að hjálpa Olsson.
„Midtjylland hvetur almenning til að sýna virðingu og skilning," segir í yfirlýsingunni.
Olsson er 28 ára gamall en hann var hjá Arsenal í upphafi ferilsins. Ásamt því að spila með Midtjylland þá hefur hann leikið með AIK í Svíþjóð, Krasnodar í Rússlandi og Anderlecht í Belgíu á ferli sínum. Hann á þá að baki 47 A-landsleiki fyrir Svíþjóð.
Meddelelse om Kristoffer Olsson.
— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) February 27, 2024
Athugasemdir