Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   fim 27. febrúar 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Baldvin Þór Berndsen.
Baldvin Þór Berndsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mættur upp á Skaga.
Mættur upp á Skaga.
Mynd: ÍA/Jón Gautur
Eftir leik með Fjölni á síðasta tímabili.
Eftir leik með Fjölni á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tekur stökkið upp í Bestu deildina.
Tekur stökkið upp í Bestu deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili. Mér líst vel á hópinn, þjálfarana og liðið. Það er geggjað að vera kominn þangað," segir Baldvin Þór Berndsen í viðtali við Fótbolta.net. Hann gekk nýverið í raðir ÍA eftir að hafa leikið vel með Fjölni á síðasta tímabili.

ÍA kaupir hann frá Fjölni þar sem hann var samningsbundinn út komandi tímabil. Baldvin er miðvörður sem fæddur árið 2004.

Hann var á beknum í liði ársins í Lengjudeildinni síðasta sumar. Hann er uppalinn hjá Fjölni, lék með venslaliðinu Vængjum Júpíters sumarið 2021, lék sína fyrstu leiki með meistaraflokki Fjölnis 2022, var á láni hjá Ægi tímabilið 2023 og var lykilmaður í liði Fjölnis í fyrra.

„Þetta gerðist mjög hratt í síðustu viku. Það var ekki mikill undirbúningur fyrir þetta. En svona er boltinn, þetta er fljótt að gerast," segir Baldvin. „Þetta er mjög heillandi lið, þjálfararnir flottir og það er einhver vegferð í gangi upp á Skaga sem mér líst mjög vel á."

Góð blanda
Eins og Baldvin nefnir, þá er áhugaverð stefna í gangi á Akranesi. Félagið hefur verið að krækja í efnilega leikmenn, þróa þá og reyna að hjálpa þeim að taka næstu skref á ferlinum.

Er spennandi að fara inn í þetta umhverfi?

„Já, mjög. Það er góð blanda af ungum og reynslumeiri leikmönnum þarna. Mér líst mjög vel á þetta," segir Baldvin.

„Það hefur verið tekið mjög vel á móti mér. Ég er búinn að taka eina æfingu og einn leik, sem ég reyndar spilaði ekki. Þetta leggst mjög vel í mig."

Spilað með Júlla í einhver 15 ár
Baldvin lék frábærlega með Fjölni á síðasta tímabili og var ánægður með það hjá sér.

„Þetta var gott tímabil, gott að fá traustið og byggja upp mann sjálfan. Það gaf manni mikið. Það var flott að fá að spila þar og núna tekur eitthvað nýtt við," segir Baldvin. „Það er gott að fá þessa reynslu í bókina sína."

Baldvin og Júlíus Mar Júlíusson mynduðu frábært hafsentapar í Fjölni með Halldór Snæ Georgsson fyrir aftan sig í markinu. Núna eru þeir allir farnir annað; Baldvin í ÍA og hinir tveir í KR.

„Maður hefur spilað með Júlla í einhver 15 ár, bara síðan við vorum litlir. Maður tengir vel við hann og Dóra. Þeir fóru aðra leið og svona er þetta," segir Baldvin en það verður áhugavert þegar þeir mætast í sumar.

„Það verður beint í fjórða leik eða eitthvað. Það verður bara gaman. Ég óska þeim góðs gengis."

Tilbúinn í hörkuna
Baldvin hefur tekið stór skref á síðustu árum og tekur núna stökkið upp í Bestu deildina. Hann er spenntur fyrir að reyna fyrir sér þar með Skagamönnum.

„Planið var að fara upp með Fjölni en það gekk ekki upp. Manni langaði að taka skrefið fram á við og maður gerði það. Núna verður maður að vona það besta," segir Baldvin.

„Maður heyrði að það voru nokkur félög sem höfðu áhuga en ekkert 100 prósent. Síðan kom ÍA og það heillaði mann. Ég er mjög ánægður með þetta."

Það er mikil fótboltahefð á Skaganum og rík saga.

„Maður finnur fyrir því að það eru kröfur þarna og harka. Þetta verður geggjað."

Ertu tilbúinn í þessa hörku?

„Já, ég er tilbúinn. Ég ætla að standa mig vel og gera mitt besta til að koma ÍA þar sem þeir eiga heima," sagði varnarmaðurinn efnilegi að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir