fös 27. mars 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher telur rökin gegn Messi vera heimskuleg
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher telur rökin sem notuð eru gegn Lionel Messi í umræðunni um besta knattspyrnumann heims vera heimskuleg. Hann er ósammála því að Messi geti ekki talist bestur því hann hefur aðeins spilað fyrir eitt félagslið á ferlinum.

Carragher, sem var sjálfur hjá Liverpool allan ferilinn, segir heimskulegt að telja Ronaldo betri bara því hann gerði vel hjá mismunandi félagsliðum. Ronaldo hóf ferilinn hjá Sporting og hefur einnig leikið fyrir Manchester United og Real Madrid. Nú er hann hjá Ítalíumeisturum Juventus.

„Þetta eru bara virkilega heimskuleg rök. Hann er besti leikmaðurinn í besta liðinu. Hann er besti leikmaður Evrópu," sagði Carragher.

„Bestu leikmenn heims standa sig vel gegn öðrum stórliðum og Messi gerir það trekk í trekk. Það skiptir öllu máli. Það er mjög vel gert hjá Ronaldo að standa sig vel með mismunandi liðum í mismunandi deildum en það er ekki hægt að nota það til að gagnrýna Messi.

„Franco Baresi og Paolo Maldini lækkuðu aldrei í áliti hjá mér því þeir spiluðu bara fyrir Milan svo ég skil ekki af hverju Messi ætti að gera það."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner