Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   lau 27. mars 2021 18:00
Hafliði Breiðfjörð
Jerevan í Armeníu
Arnar Viðars: Appelsínugulir boltar ekki þeir skemmtilegustu
Icelandair
Arnar á æfingunni í dag.
Arnar á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Appelsínugulu boltarnir á keppnisvellinum í Jerevan.
Appelsínugulu boltarnir á keppnisvellinum í Jerevan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingunni.
Frá æfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum búnir að komast í gegnum ferðalagið og æfingu í snjó í dag og okkur líst vel á þetta. Það er jákvætt að leikmenn séu heilir, það eru engin meiðsli á okkur og eftir langt ferðalag og erfiðan leik á móti Þjóðverjum erum við ánægðir að geta valið úr öllum okkar leikmönnum fyrir morgundaginn og geta dreift álaginu," sagði Arnar Þór Viðarsson þjálfari Íslands við Fótbolta.net í Jerevan í Armeníu í dag en þar mætir liðið heimamönnum í undankeppni HM 2021 á morgun.

Ertu með þessu að segja mér að Jóhann Berg og Rúnar Már Sigurjónsson séu klárir á morgun?
„Já Jói æfði í gær og í dag. Rúnar Már var með mikinn hausverk eftir að hafa fengið putta í augað í leiknum á móti Þjóðverjum en það er að lagast. Það eru ennþá 24 tímar í leik. Svo framarlega sem ekkert gerist í dag eru allir leikfærir í leikinn á morgun.

En þetta eru áfram þrír leikir á einni viku, má ekki búast við einhverjum breytingum á liðinu?
„Jú, við verðum að stýra álaginu og við höfum alltaf sagt að þessi þriggja leikja gluggi er mjög strembinn. Það væri ekki sanngjarnt að ætlast til þess að allir leikmennirnir gætu spilað þrjá leiki upp á 90 mínútur og stillt alltaf upp sama liðinu. Ekki gleyma því líka að það eru löng ferðalög frá Þýskalandi til Armeníu, fjögurra tíma flug. Við verðum að vera sniðugir að hvíla þá sem þurfa hvíld og koma með ferskar lappir inn. Við treystum öllum hópnum sem er hérna með okkur og erum bara spenntir að geta gefið öðrum leikmönnum tækifæri á morgun."

Hvernig verður þessi leikur. Verðum við meira með boltann? Hvernig er armenska liðið?
„Sem þjálfari vonar maður alltaf að maður sé meira með boltann. Þetta er mjög þétt og vel skipulagt lið sem spilar yfirleitt 4-4-2. Þeir eru með þjálfara frá Spáni sem er búinn að gera mjög góða hluti með þetta lið. Þeir unnu marga leiki í Þjóðadeildinni í fyrra en það má ekki gleyma að þeir spiluðu í C-deild Þjóðadeildarinnar sem er ekki með eins sterka andstæðinga og við fengum í A-deildinni. Auk þess spiluðu þeir fyrsta leikinn núna á móti Liechtenstein. Þetta er samt lið sem er með mikið sjálfstraust eftir að hafa unnið marga leiki undanfarna mánuði. Þeir spila 4-4-2, eru þéttir og aggressívir og vilja setja pressu á boltann og eru duglegir. Þetta er mjög gott lið og við vitum það. Það væri skrítið ef við ætluðum að fara að vanmeta hvaða andstæðing sem er, við vonumst til að geta verið meira með boltann og vitum að við verðum meira með boltann heldur en á móti Þýskalandi. Þetta verður 50/50 leikur, að er alveg ljóst."

Þegar þú fórst með liðið æfingu í morgun, var ekki sjokk að sjá allan völlinn hvítan af snjó?
„Jú, þetta var svolítið skrítið. Þegar við vöknuðum í morgun var enginn snjór en svo kyngdi þessu niður í þrjá til fjóra tíma. Það var erfitt að geta æft því daginn fyrir leik vill maður fá skerpu í æfinguna og sendingar og færslur. Það var erfitt núna, völlurinn var háll og ég tala ekki um þegar það er verið að nota appelsínugula bolta. Þú veist að þeir eru ekki skemmtilegustu boltarnir í knattspyrnuheiminum. Það er erfitt, og leiðinlegt að sparka í þá. Við gerðum bara það besta úr þessu og vonumst til þess að snjórinn verði farinn á morgun."

Íhugaðirðu eitthvað að flauta æfinguna af eða varstu alltaf ákveðinn í að æfa samt?
„Já við vorum alltaf að fara að æfa aðeins. Við styttum hana aðeins en við höfum bara slot upp á klukkutima og gætum ekki fært hana. Snjórinn var ekki að verða farinn í kvöld svo það var ekkert annað í boði en að gera eitthvað aðeins. Við gerðum það besta úr þessu."

Þú vonast þá bara eftir betri aðstæðum í leiknum á morgun?
„Já ég ætla rétt að vona það, það var einhver að segja mér hérna að það er yfirleitt 19-20 stiga hiti hérna á þessum tíma en núna er íslenskur vetur. Vonandi verður þetta betra á morgun og þetta verði góð ferð til Armeníu þrátt fyrir snjóinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner