Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 27. apríl 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Fékk ekki samning hjá KA og ætlaði að drepa formanninn
Gunnar Níelsson fyrrum formaður KA.
Gunnar Níelsson fyrrum formaður KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Margir erlendir leikmenn hafa reynt fyrir sér á Íslandi í gegnum tíðina og sumir hverjir þeirra hafa ekki náð að slá í gegn. Gunnar Níelsson, stjórnarmaður og formaður hjá KA í áraraðir, rifjaði upp með Fótbolta.net magnaða sögu af Ítala sem kom til félagsins á reynslu árið 2012.

Í júlí það ár freistuðu KA-menn þess að fá framherja í sínar raðir. Daginn fyrir lok félagaskiptagluggans kom Ítali til Akureyrar sem hafði áður verið á reynslu hjá ÍBV. KA-menn settu upp aukaæfingu um morguninn á lokadegi gluggans til að skoða leikmanninn.

„Hann leit mjög „fancy“ út þessi drengur og sjálfstraustið var ekki lítið,“ segir Gunnar þegar hann rifjar upp söguna af leikmanninum.

Gunnar var á þessum tíma formaður KA en hann fór að fá efasemdir fyrir æfinguna um morguninn eftir að Ítalinn þurfti að fá skó í láni hjá leikmanni KA.

„Ég hugsaði hvernig í fjandanum er hægt að gleyma skóm þegar maður er að fara á trial uppá líf og dauða?“ segir Gunnar sem varð síðan allt annað en hrifinn þegar hann fylgdist með Ítalanum klára færi á æfingunni. „Hann skaut ýmist með leggnum, hitti ekki eða skaut himinhátt yfir. Hann var hræðilegur vægast sagt.“

Gunnar gekk að Gunnlaugi Jónssyni þáverandi þjálfara KA og sagði að leikmaðurinn yrði sendur heim strax með næstu flugvél.

„Ég fór til kappans og kastaði fram frasanum góða sem stundum hafði verið beitt eða ´sorry but you are not the type of player we are looking for.‘ Mér finnst þetta mjög dannað koment en ekki þeim ítalska. Hann sagði að ég væri eskimói, fífl og margt annað sem alls ekki er prenthæft.“

Gunnar ákvað að aka Ítalanum á flugvöllinn en þá trylltist leikmaðurinn. „Þegar við ókum framhjá kirkjugarði bæjarins fór hann með höndina inn á jakkann sem hann var í og dró upp hníf! Spurði mig hvort hann ætti ekki bara að drepa mig hér og nú. Ég hef líklega aldrei ekið eins hratt eða talað eins mikið og hratt en sem betur fer fyrir mig tókst að róa mannhelvítð aðeins og ég kom honum á flugvöll 12 mínútum fyrir brottför. Það var lítið um kveðjur þegar ég henti töskunni í hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner