Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. maí 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aftur sparkað í hlut við varamannabekk Grindavíkur - „Þurfum að vera skynsamir"
Lengjudeildin
Grindavík
Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Thiago í baráttunni gegn Þór.
Thiago í baráttunni gegn Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, ræddi við Fótbolta.net eftir tap gegn ÍR í Mjólkurbikarnum á þriðjudag.

Annan leikinn í röð fékk Thiago Dylan Ceijas, leikmaður Grindavíkur, að líta rautt spjald fyrir tæklingu. Hann fékk beint rautt spjald gegn Þór á föstudag en það stoppaði hann ekki í að fara í glæfralega tæklingu gegn ÍR.

Gegn Þórsurum hegðaði leikmaður Grindavíkur sér illa og sparkaði í kælibox við varamannaskýli Grindavíkur. Fyrir það fékk Alfreð sjálfur rautt spjald þar sem dómari leiksins sá ekki hvaða aðili átti í hlut.

Þegar Thiago gekk af velli gegn ÍR sparkaði Thiago í vatnsbrúsa við varamannabekkinn og var Alfreð alls ekki sáttur við sinn mann.

„Sparkar í brúsa við bekk Grindavíkur þegar hann gengur framhjá. Alfreð rýkur upp og rífur í hann og húðskammar," skrifaði Sverrir Örn Einarsson á 74. mínútu í textalýsingu frá leiknum.

„Þetta er bara óþolandi og algjörlega óboðlegt. Mennirnir á bekknum voru skynsamir í dag en þessi leikmaður í bræði sinni sparkar í vatnsbrúsa á þessu augnabliki og það er bara eins og það er en hann þarf að fara hugsa sinn gang það er nokkuð ljóst," sagði Alfreð svo í viðtali eftir leik.

Ræddiru við strákana eftir leikinn við Þór hvernig hausinn ætti að vera í mótlæti?

„Já já, við erum búnir að vera vinna mikið í því að reyna slípa okkur saman, vera góð liðsheild og gera hlutina saman. Það verða hægðir og lægðir í þessu og það er spurning hvernig við bregðumst við mótlætinu þegar lægðirnar koma. Við verðum að vera tilbúnir í það. Hérna er ein lægð, við þurfum að vera skynsamir."

„Það er stutt í næsta leik, þurfum að ná góðri endurheimt því framundan er stórleikur gegn Fylki,"
sagði Alfreð sem verður ekki á hliðarlínunni í þeim leik þar sem hann tekur út leikbann.

Hann greindi þá frá því að Aron Jóhannsson væri „létt" meiddur.
Alfreð Elías: Þetta er bara óþolandi og algjörlega óboðlegt
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner