Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 27. maí 2022 16:15
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 6. sæti: Manchester United
Mynd sem lýsir tímabili Manchester United í hnotskurn.
Mynd sem lýsir tímabili Manchester United í hnotskurn.
Mynd: EPA
Cristano Ronaldo skoraði 18 mörk.
Cristano Ronaldo skoraði 18 mörk.
Mynd: EPA
Paul Pogba lagði upp flest mörkin.
Paul Pogba lagði upp flest mörkin.
Mynd: Getty Images
Það var nóg að gera hjá David de Gea í markinu.
Það var nóg að gera hjá David de Gea í markinu.
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember.
Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember.
Mynd: Getty Images
Ralf Rangnick átti að koma United í Meistaradeildina en það tókst ekki.
Ralf Rangnick átti að koma United í Meistaradeildina en það tókst ekki.
Mynd: EPA
Bruno Fernandes náði sér aldrei á strik.
Bruno Fernandes náði sér aldrei á strik.
Mynd: EPA
Svíinn Anthony Elanga fékk tækifæri undir stjórn Rangnick og stóð sig með prýði.
Svíinn Anthony Elanga fékk tækifæri undir stjórn Rangnick og stóð sig með prýði.
Mynd: Getty Images
Harry Maguire vill eflaust gleyma þessu tímabili sem fyrst.
Harry Maguire vill eflaust gleyma þessu tímabili sem fyrst.
Mynd: EPA
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram síðastliðinn sunnudag. Í enska uppgjörinu hefur tímabilið verið gert upp á síðustu dögum á ýmsan máta og er nú farið að síga á seinni hlutann í þeirri umfjöllun. Nú er röðin komin að liði sem gekk vægast sagt í gegnum erfiða tíma á tímabilinu, Manchester United er liðið sem um ræðir.

Væntingarnar sem gerðar voru til Manchester United fyrir tímabilið voru mjög miklar. Eftir að hafa endað í 2. sæti tímabilið áður var veskið opnað og sóttu þeir meðal annars Jadon Sancho frá Dortmund, Raphael Varane frá Real Madrid og Cristano Ronaldo snéri aftur á Old Trafford. Þetta átti að vera tímabilið þar sem Ole Gunnar Solskjær átti að leiða liðið í baráttu um stærstu titlana.

Tímabilið byrjaði vel, að fimm umferðum loknum voru komin 13 stig í hús. Vel ásættanlegt þó spilamennskan hafi kannski ekki verið mjög sannfærandi. Þann 25. september kom Aston Villa í heimsókn á Old Trafford og náði þar í þrjú stig með 0-1 sigri, eftir þetta fór allt í rugl hjá Rauðu djöflunum.

Eftir tapið gegn Aston Villa átti Ole Gunnar Solskjær aðeins eftir að stýra liðinu í sex deildarleikjum í viðbót. Úr þessum sex leikjum sóttu United menn aðeins fjögur stig sem endaði með því að Solskjær fékk sparkið eftir 4-1 tap gegn Watford. Á þessum tímapunkti var liðið í 7. sæti með 17 stig, tólf stigum frá toppsætinu.

Michael Carrick stýrði liðinu í næstu tveimur deildarleikjum og gerði vel, náði í 4 stig út úr leikjum gegn Chelsea og Arsenal. Ralf Rangnick var svo mættur í stjórastólinn á Old Trafford þegar Crystal Palace kom í heimsókn 5. desember, 1-0 sigur niðurstaðan. Rangnick komst ágætlega frá fyrsta mánuðinum sínum í starfi þrátt fyrir að liðið væri ekki að spila vel, liðið náði í 10 stig undir hans stjórn í desember.

Nýtt ár byrjaði ekki vel, Úlfarnir unnu í fyrsta leik ársins 2022 á Old Trafford. Jafntefli var niðurstaðan við Aston Villa í næsta leik en svo komu tveir sigrar á Brentford og West Ham. Frá sigrinum á Hömrunum í lok janúar og fram að landsleikjahlénu í mars spiluðu Rauðu djöflarnir sjö leiki og tóku tólf stig út úr þessum leikjum.

Liðið var lengi vel í möguleika á því að næla sér í Meistaradeildarsæti en skelfilegur lokasprettur á tímabilinu drap þær vonir algjörlega. Liðið vann aðeins tvo af síðustu níu leikjum sínum og náði naumlega í Evrópudeildarsæti.

Ralf Rangnick tókst ekki að koma liðinu í Meistaradeildina sem var stóra markmiðið þegar hann kom inn sem bráðabirgðastjóri í desember, liðið komst aldrei almennilega á flug undir hans stjórn. Hollendingurinn Erik ten Hag er maðurinn sem Manchester United hefur sett sitt traust á. Hann fær það stóra verkefni að taka til hjá félaginu á næstu mánuðum og er þegar mættur til starfa.

Besti leikmaður Manchester United á tímabilinu:
Hér kemur aðeins einn maður til greina. Það er að sjálfsögðu hinn magnaði Cristano Ronaldo sem mætti aftur í ensku úrvalsdeildina og skilaði sínum mörkum eins og hann gerir alltaf. Ronaldo skoraði 18 af 57 mörkum Manchester United á tímabilinu.

Þessir sáu um að skora mörkin:
Cristano Ronaldo: 18 mörk.
Bruno Fernandes: 10 mörk.
Mason Greenwood: 5 mörk.
Marcus Rashford 4 mörk.
Fred: 4 mörk.
Jadon Sancho: 3 mörk.
Edinson Cavani: 2 mörk.
Anthony Elanga: 2 mörk.
Jesse Lingard: 2 mörk.
Harry Maguire: 1 mark.
Anthony Martial: 1 mark.
Scott McTominay: 1 mark.
Paul Pogba: 1 mark.
Donny van de Beek: 1 mark.
Raphael Varane: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Paul Pogba: 9 stoðsendingar.
Bruno Fernandes: 4 stoðsendingar.
Nemanja Matic: 4 stoðsendingar.
Fred: 4 stoðsendingar.
Alex Telles: 4 stoðsendingar.
Cristano Ronaldo: 3 stoðsendingar.
Jadon Sancho: 3 stoðsendingar.
Luke Shaw: 3 stoðsendingar.
Anthony Elanga: 2 stoðsendingar.
Victor Lindelöf: 2 stoðsendingar.
Marcus Rashford: 2 stoðsendingar.
Edinson Cavani: 1 stoðsending.
Mason Greenwood: 1 stoðsending.
Scott McTominay: 1 stoðsending.
Raphael Varane: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
David de Gea: 38 leikir.
Bruno Fernandes: 36 leikir.
Cristiano Ronaldo: 30 leikir.
Harry Maguire: 30 leikir.
Scott McTominay: 30 leikir.
Jadon Sancho: 29 leikir.
Victor Lindelöf: 28 leikir.
Fred: 28 leikir.
Marcus Rashford: 25 leikir.
Diogo Dalot: 24 leikir.
Nemanja Matic: 23 leikir.
Raphael Varane: 22 leikir.
Anthony Elanga: 21 leikur.
Alex Telles: 21 leikur.
Paul Pogba: 20 leikir.
Luke Shaw: 20 leikir.
Aaron Wan-Bissaka: 20 leikir.
Mason Greenwood: 18 leikir.
Jesse Lingard: 16 leikir.
Edinson Cavani: 15 leikir.
Anthony Martial: 8 leikir.
Donny van de Beek: 8 leikir.
Juan Mata: 7 leikir.
Eric Bailly: 4 leikir.
Phil Jones: 4 leikir.
Alejandro Garnacho: 2 leikir.
Daniel James: 2 leikir.
Hannibal Mejbri: 2 leikir.
Shola Shoretire: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Vörnin stóð alls ekki vel í vetur, liðið fékk á sig 57 mörk og hefur aldrei fengið jafn mörg mörk á sig á tímabili frá stofnun úrvalsdeildar. Þeir héldu markinu hreinu í aðeins 8 leikjum, aðeins Leicester, Norwich, Leeds og Watford eru með verri tölfræði á því sviði.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier league?
Það var að sjálfsögðu Cristiano Ronaldo, hann fékk 159 stig í vetur.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Manchester United fyrir tímabilið?
Kemur líklega engum á óvart en hér voru fréttaritarar Fótbolta.net ansi langt frá því að spá rétt enda átti engin von á því hruni sem varð hjá þessu liði. Manchester United var í öðru sæti í spánni en hafnaði fjórum sætum neðar.

Enska uppgjörið
1.
2.
3.
4.
5.
6. Manchester United
7. West Ham
8. Leicester
9. Brighton
10. Wolves
11. Newcastle
12. Crystal Palace
13. Brentford
14. Aston Villa
15. Southampton
16. Everton
17. Leeds
18. Burnley
19. Watford
20. Norwich
Athugasemdir
banner
banner
banner