fös 27. maí 2022 16:15 |
|
Enska uppgjöriđ - 6. sćti: Manchester United
Lokaumferđ ensku úrvalsdeildarinnar fór fram síđastliđinn sunnudag. Í enska uppgjörinu hefur tímabiliđ veriđ gert upp á síđustu dögum á ýmsan máta og er nú fariđ ađ síga á seinni hlutann í ţeirri umfjöllun. Nú er röđin komin ađ liđi sem gekk vćgast sagt í gegnum erfiđa tíma á tímabilinu, Manchester United er liđiđ sem um rćđir.
Vćntingarnar sem gerđar voru til Manchester United fyrir tímabiliđ voru mjög miklar. Eftir ađ hafa endađ í 2. sćti tímabiliđ áđur var veskiđ opnađ og sóttu ţeir međal annars Jadon Sancho frá Dortmund, Raphael Varane frá Real Madrid og Cristano Ronaldo snéri aftur á Old Trafford. Ţetta átti ađ vera tímabiliđ ţar sem Ole Gunnar Solskjćr átti ađ leiđa liđiđ í baráttu um stćrstu titlana.
Tímabiliđ byrjađi vel, ađ fimm umferđum loknum voru komin 13 stig í hús. Vel ásćttanlegt ţó spilamennskan hafi kannski ekki veriđ mjög sannfćrandi. Ţann 25. september kom Aston Villa í heimsókn á Old Trafford og náđi ţar í ţrjú stig međ 0-1 sigri, eftir ţetta fór allt í rugl hjá Rauđu djöflunum.
Eftir tapiđ gegn Aston Villa átti Ole Gunnar Solskjćr ađeins eftir ađ stýra liđinu í sex deildarleikjum í viđbót. Úr ţessum sex leikjum sóttu United menn ađeins fjögur stig sem endađi međ ţví ađ Solskjćr fékk sparkiđ eftir 4-1 tap gegn Watford. Á ţessum tímapunkti var liđiđ í 7. sćti međ 17 stig, tólf stigum frá toppsćtinu.
Michael Carrick stýrđi liđinu í nćstu tveimur deildarleikjum og gerđi vel, náđi í 4 stig út úr leikjum gegn Chelsea og Arsenal. Ralf Rangnick var svo mćttur í stjórastólinn á Old Trafford ţegar Crystal Palace kom í heimsókn 5. desember, 1-0 sigur niđurstađan. Rangnick komst ágćtlega frá fyrsta mánuđinum sínum í starfi ţrátt fyrir ađ liđiđ vćri ekki ađ spila vel, liđiđ náđi í 10 stig undir hans stjórn í desember.
Nýtt ár byrjađi ekki vel, Úlfarnir unnu í fyrsta leik ársins 2022 á Old Trafford. Jafntefli var niđurstađan viđ Aston Villa í nćsta leik en svo komu tveir sigrar á Brentford og West Ham. Frá sigrinum á Hömrunum í lok janúar og fram ađ landsleikjahlénu í mars spiluđu Rauđu djöflarnir sjö leiki og tóku tólf stig út úr ţessum leikjum.
Liđiđ var lengi vel í möguleika á ţví ađ nćla sér í Meistaradeildarsćti en skelfilegur lokasprettur á tímabilinu drap ţćr vonir algjörlega. Liđiđ vann ađeins tvo af síđustu níu leikjum sínum og náđi naumlega í Evrópudeildarsćti.
Ralf Rangnick tókst ekki ađ koma liđinu í Meistaradeildina sem var stóra markmiđiđ ţegar hann kom inn sem bráđabirgđastjóri í desember, liđiđ komst aldrei almennilega á flug undir hans stjórn. Hollendingurinn Erik ten Hag er mađurinn sem Manchester United hefur sett sitt traust á. Hann fćr ţađ stóra verkefni ađ taka til hjá félaginu á nćstu mánuđum og er ţegar mćttur til starfa.
Besti leikmađur Manchester United á tímabilinu:
Hér kemur ađeins einn mađur til greina. Ţađ er ađ sjálfsögđu hinn magnađi Cristano Ronaldo sem mćtti aftur í ensku úrvalsdeildina og skilađi sínum mörkum eins og hann gerir alltaf. Ronaldo skorađi 18 af 57 mörkum Manchester United á tímabilinu.
Ţessir sáu um ađ skora mörkin:
Cristano Ronaldo: 18 mörk.
Bruno Fernandes: 10 mörk.
Mason Greenwood: 5 mörk.
Marcus Rashford 4 mörk.
Fred: 4 mörk.
Jadon Sancho: 3 mörk.
Edinson Cavani: 2 mörk.
Anthony Elanga: 2 mörk.
Jesse Lingard: 2 mörk.
Harry Maguire: 1 mark.
Anthony Martial: 1 mark.
Scott McTominay: 1 mark.
Paul Pogba: 1 mark.
Donny van de Beek: 1 mark.
Raphael Varane: 1 mark.
Ţessir lögđu upp mörkin:
Paul Pogba: 9 stođsendingar.
Bruno Fernandes: 4 stođsendingar.
Nemanja Matic: 4 stođsendingar.
Fred: 4 stođsendingar.
Alex Telles: 4 stođsendingar.
Cristano Ronaldo: 3 stođsendingar.
Jadon Sancho: 3 stođsendingar.
Luke Shaw: 3 stođsendingar.
Anthony Elanga: 2 stođsendingar.
Victor Lindelöf: 2 stođsendingar.
Marcus Rashford: 2 stođsendingar.
Edinson Cavani: 1 stođsending.
Mason Greenwood: 1 stođsending.
Scott McTominay: 1 stođsending.
Raphael Varane: 1 stođsending.
Spilađir leikir:
David de Gea: 38 leikir.
Bruno Fernandes: 36 leikir.
Cristiano Ronaldo: 30 leikir.
Harry Maguire: 30 leikir.
Scott McTominay: 30 leikir.
Jadon Sancho: 29 leikir.
Victor Lindelöf: 28 leikir.
Fred: 28 leikir.
Marcus Rashford: 25 leikir.
Diogo Dalot: 24 leikir.
Nemanja Matic: 23 leikir.
Raphael Varane: 22 leikir.
Anthony Elanga: 21 leikur.
Alex Telles: 21 leikur.
Paul Pogba: 20 leikir.
Luke Shaw: 20 leikir.
Aaron Wan-Bissaka: 20 leikir.
Mason Greenwood: 18 leikir.
Jesse Lingard: 16 leikir.
Edinson Cavani: 15 leikir.
Anthony Martial: 8 leikir.
Donny van de Beek: 8 leikir.
Juan Mata: 7 leikir.
Eric Bailly: 4 leikir.
Phil Jones: 4 leikir.
Alejandro Garnacho: 2 leikir.
Daniel James: 2 leikir.
Hannibal Mejbri: 2 leikir.
Shola Shoretire: 1 leikur.
Hvernig stóđ vörnin í vetur?
Vörnin stóđ alls ekki vel í vetur, liđiđ fékk á sig 57 mörk og hefur aldrei fengiđ jafn mörg mörk á sig á tímabili frá stofnun úrvalsdeildar. Ţeir héldu markinu hreinu í ađeins 8 leikjum, ađeins Leicester, Norwich, Leeds og Watford eru međ verri tölfrćđi á ţví sviđi.
Hvađa leikmađur skorađi hćst í Fantasy Premier league?
Ţađ var ađ sjálfsögđu Cristiano Ronaldo, hann fékk 159 stig í vetur.
Hvernig spáđi Fótbolti.net fyrir um gengi Manchester United fyrir tímabiliđ?
Kemur líklega engum á óvart en hér voru fréttaritarar Fótbolta.net ansi langt frá ţví ađ spá rétt enda átti engin von á ţví hruni sem varđ hjá ţessu liđi. Manchester United var í öđru sćti í spánni en hafnađi fjórum sćtum neđar.
Enska uppgjöriđ
1.
2.
3.
4.
5.
6. Manchester United
7. West Ham
8. Leicester
9. Brighton
10. Wolves
11. Newcastle
12. Crystal Palace
13. Brentford
14. Aston Villa
15. Southampton
16. Everton
17. Leeds
18. Burnley
19. Watford
20. Norwich
Athugasemdir