Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 27. maí 2022 13:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 7. sæti: West Ham
Það var oft mikið stuð á West Ham mönnum í vetur.
Það var oft mikið stuð á West Ham mönnum í vetur.
Mynd: EPA
Jarrod Bowen var algjörlega frábær.
Jarrod Bowen var algjörlega frábær.
Mynd: EPA
David Moyes er að gera góða hluti á hliðarlínunni.
David Moyes er að gera góða hluti á hliðarlínunni.
Mynd: EPA
Declan Rice er einn af lykilmönnunum í liði West Ham.
Declan Rice er einn af lykilmönnunum í liði West Ham.
Mynd: EPA
Lukasz Fabianski stendur vaktina í markinu, hann spilaði 37 leiki á tímabilinu.
Lukasz Fabianski stendur vaktina í markinu, hann spilaði 37 leiki á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Michail Antonio gefur ekkert eftir, hér er hann harðri baráttu.
Michail Antonio gefur ekkert eftir, hér er hann harðri baráttu.
Mynd: EPA
Hinn 32 ára gamli Craig Dawson kom mörgum á óvart með frammistöðu sinni í vetur.
Hinn 32 ára gamli Craig Dawson kom mörgum á óvart með frammistöðu sinni í vetur.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram síðastliðinn sunnudag. Í enska uppgjörinu hefur tímabilið verið gert upp á síðustu dögum á ýmsan máta og er nú farið að síga á seinni hlutann í þeirri umfjöllun. West Ham er næst í röðinni en þar voru heldur betur áhugaverðir hlutir í gangi á nýliðnu tímabili.

Eftir að hafa tekið 6. sætið tímabilið 2020/21 fóru West Ham menn bjartsýnir inni í nýtt tímabil. Tímabilið byrjaði algjörlega frábærlega, tveir stórsigrar, fyrst á Newcastle 2-4 og svo á Leicester 4-1. Fyrsti tapleikurinn kom í 5. umferð, þar var um að ræða naumt 1-2 tap gegn Manchester United þar sem Mark Noble lét David de Gea verja frá sér vítaspyrnu í uppbótartíma.

Gott gengi West Ham hélt engu að síður áfram þrátt fyrir þetta tap og voru þeir lengi vel í Meistaradeildarbaráttu. Í október og fram í byrjun nóvember unnu þeir fjóra leiki í röð gegn Everton, Tottenham, Aston Villa og Liverpool. Það voru svo öflugir Úlfar sem bundu enda á þá sigurhrinu, eftir þetta tap datt heldur takturinn úr West Ham mönnum.

Eftir tapið gegn Úlfunum áttu þeir eftir að spila sjö leiki fram að áramótum. Uppskeran úr þessum leikjum voru tveir sigrar, tvö jafntefli og þrjú töp. Nýtt ár byrjaði vel og voru fyrstu tveir leikir ársins sigurleikir, næst komu tapleikir gegn Leeds og Manchester United. Febrúar mánuður gekk vel fyrir sig þar sem Hamrarnir unnu tvo leiki og gerðu tvö jafntefli.

Vormánuðirnir voru mjög svo kaflaskiptir og náðu West Ham menn aldrei sama takti í sinn leik og þeir voru í fyrir áramót. Í lokaumferðinni hefðu þeir getað með sigri tekið 6. sætið og þar með tryggt sér sæti í Evrópudeildinni á kostnað Manchester United. Það hins vegar gekk ekki eftir og Hamranir leika í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð.

Þrátt fyrir að stigasöfnunin hafi ekki verið jafn góð og á síðasta tímabili þá geta West Ham menn tekið margt jákvætt út úr tímabilinu. Þeir fóru t.d. alla leið í undanúrslit í Evrópudeildinni. Margt gott að gerast hjá West Ham undir stjórn David Moyes, verður gaman að sjá hvernig þetta lið heldur áfram að þróast.

Besti leikmaður West Ham á tímabilinu:
Hér eru tveir leikmenn sem gera ansi sterkt tilkall. Það eru þeir Declan Rice og Jarrod Bowen en ég ætla að gefa þeim síðarnefnda þetta. Bowen var algjörlega frábær í sóknarleik West Ham og gaman að sjá hversu hratt hann hefur verið að bæta og þróa sinn leik. Hann kom við sögu í 36 deildarleikjum á tímabilinu og skoraði í þeim tólf mörk sem gerir hann að markahæsta leikmanni liðsins, þá lagði hann einnig upp 10 mörk sem setur hann í efsta sætið á því sviði líka. Það eru án efa mörg félög með augað á þessum 25 ára gamla Englendingi en það er þó nokkuð ljóst að West Ham menn munu halda fast í hann.

Þessir skoruðu mörkin:
Jarrod Bowen: 12 mörk.
Michail Antonio: 10 mörk.
Said Benrahma: 8 mörk.
Pablo Fornals: 6 mörk.
Manuel Lanzini: 5 mörk.
Tomas Soucek: 5 mörk.
Aaron Cresswell: 2 mörk.
Craig Dawson: 2 mörk.
Ben Johnson: 1 mark.
Arthur Masuaku: 1 mark.
Mark Noble: 1 mark.
Angelo Ogbonna: 1 mark.
Declan Rice: 1 mark.
Nikola Vlasic: 1 mark.
Andriy Yarmolenko: 1 mark.
Kurt Zouma: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Jarrod Bowen: 10 stoðsendingar.
Michail Antonio: 8 stoðsendingar.
Said Benrahma: 6 stoðsendingar.
Vladimir Coufal: 4 stoðsendingar.
Declan Rice: 4 stoðsendingar.
Aaron Cresswell: 3 stoðsendingar.
Pablo Fornals: 3 stoðsendingar.
Manuel Lanzini: 3 stoðsendingar.
Craig Dawson: 2 stoðsendingar.
Issa Diop: 1 stoðsending.
Arthur Masuaku: 1 stoðsending.
Tomas Soucek: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Lukasz Fabianski: 37 leikir.
Michail Antonio: 36 leikir.
Jarrod Bowen: 36 leikir.
Pablo Fornals: 36 leikir.
Declan Rice: 36 leikir.
Tomas Soucek: 35 leikir.
Craig Dawson: 34 leikir.
Said Benrahma: 32 leikir.
Aaron Cresswell: 31 leikur.
Manuel Lanzini: 30 leikir.
Vladimir Coufal: 28 leikir.
Kurt Zouma: 24 leikir.
Ben Johnson: 20 leikir.
Nikola Vlasic: 19 leikir.
Andriy Yarmolenko: 19 leikir.
Issa Diop: 13 leikir.
Arthur Masuaku: 13 leikir.
Mark Noble: 11 leikir.
Angelo Ogbonna: 11 leikir.
Ryan Fredericks: 7 leikir.
Alphonse Areola: 1 leikur.
Harrison Ashby: 1 leikur.
Daniel Chesters: 1 leikur.
Alex Král: 1 leikur.
Sonny Perkins: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
West Ham vörnin stóð ágætlega í vetur, þó ekkert mikið betur en það. Liðið fékk á sig 51 mark, fjórum mörkum meira en á síðustu leiktíð. Þá gekk liðinu einnig mjög illa að halda markinu hreinu, það gerðu þeir í aðeins átta leikjum. Aðeins fjögur lið eru með slakari tölfræði á því sviði.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier league?
Maðurinn sem kom að 22 mörkum West Ham á tímabilinu er að sjálfsögðu stigahæstur. Jarrod Bowen fékk 206 stig í vetur.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi West Ham á tímabilinu?
Fréttaritarar Fótbolta.net spáðu West Ham mönnum 10. sætinu sem gerðu gott betur en það og tóku 7. sætið og tryggðu sér þar með þátttökurétt í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð.

Enska uppgjörið
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7. West Ham
8. Leicester
9. Brighton
10. Wolves
11. Newcastle
12. Crystal Palace
13. Brentford
14. Aston Villa
15. Southampton
16. Everton
17. Leeds
18. Burnley
19. Watford
20. Norwich
Athugasemdir
banner
banner
banner