fös 27. maí 2022 10:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 8. sæti: Leicester
Leicester tók 8. sætið.
Leicester tók 8. sætið.
Mynd: EPA
James Maddison var frábær!
James Maddison var frábær!
Mynd: Getty Images
Eins og alltaf skorar Jamie Vardy, 15 mörk frá honum í vetur.
Eins og alltaf skorar Jamie Vardy, 15 mörk frá honum í vetur.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers ætlaði sér eflaust stærri hluti í vetur.
Brendan Rodgers ætlaði sér eflaust stærri hluti í vetur.
Mynd: EPA
Kasper Schmeichel er mikilvægur.
Kasper Schmeichel er mikilvægur.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram síðastliðinn sunnudag. Í enska uppgjörinu hefur tímabilið verið gert upp á síðustu dögum á ýmsan máta og er nú farið að síga á seinni hlutann í þeirri umfjöllun. Fyrsta liðið sem tekið verður fyrir í dag er Leicester City sem átti mjög svo kaflaskipt tímabil, þeirra slakasti árangur síðan tímabilið 2018/19.

Tímabilið hófst á 1-0 sigri á Wolves en í kjölfarið fylgdi 4-1 skellur á Londonvellinum gegn West Ham. Leicester menn fóru inni í landsleikjahléið í október með átta stig eftir sjö leiki. Þeir fóru vel af stað eftir landsleikjahléið og náðu í fyrsta skipti á tímabilinu að vinna tvo leiki í röð, það var 4-2 sigur á Manchester United og 1-2 gegn Brentford.

Þegar hér er komið við sögu er komið fram í lok október, þá átti liðið eftir að spila 9 leiki fram að áramótum. Uppskeran úr þessum leikjum var 11 stig, aðeins þrír sigrar og þar á meðal óvæntur sigur á Liverpool í síðasta leik ársins.

Nýtt ár færði stuðningsmönnum Leicester ekki ánægjustundir á fótboltavellinum því liðið vann ekki deildarleik fyrr en 1. mars. Aðeins kræktu lærisveinar Brendan Rodgers í tvö stig í fyrstu fimm deildarleikjum ársins sem er langt frá því að vera ásættanlegt. En góðum 0-2 útisigri á Burnley þann 1. mars fylgdi annar sigurleikur á Leeds áður en liðið tapaði fyrir Arsenal. Í síðasta leik fyrir landsleikjahléið í mars kom svo þriðji sigur mánaðarins þegar Leicestermenn höfðu betur gegn Brentford 2-1.

Lokaspretturinn á tímabilinu gekk ágætlega. Liðið vann fjóra leiki, gerði fjögur jafntefli og tapaði þremur frá apríl byrjun og til loka tímabils um síðustu helgi. Niðurstaðan 8. sæti og 52 stig, slakasti árangur liðsins frá því að Brendan Rodgers tók við 2019. Það verður þó að taka með inni í reikninginn að mikil meiðsli herjuðu á leikmannahópinn í vetur, um tíma vantaði mikið í varnarlínuna sem og þeirra helsta markaskorara Jamie Vardy. Niðurstaðan hlýtur að teljast sem vonbrigði eftir gott gengi síðustu ár.

Besti leikmaður Leicester á tímabilinu:
Englendingurinn snjalli James Maddison fær þennan titil. Lykilmaður í sóknarleik Leicester liðsins, hann skilaði í vetur tólf mörkum og lagði upp átta.

Þessir sáu um að skora mörkin:
Jamie Vardy: 15 mörk.
James Maddison: 12 mörk.
Harvey Barnes: 6 mörk.
Ademola Lookman: 6 mörk.
Youri Tielemans: 6 mörk.
Patson Daka: 5 mörk.
Kelechi Iheanacho: 4 mörk.
Ayoze Pérez: 2 mörk.
Marc Albrighton: 1 mark.
Ricardo Pereira: 1 mark.
Timothy Castagne: 1 mark.
Kiernan Dewsbury-Hall: 1 mark.
Jonny Evans: 1 mark.
Caglar Soyuncu: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Harvey Barnes: 10 stoðsendingar.
James Maddison: 8 stoðsendingar.
Kelechi Iheanacho: 5 stoðsendingar.
Youri Tielemans: 4 stoðsendingar.
Ricardo Pereira: 3 stoðsendingar.
Patson Daka: 3 stoðsendingar.
Ayoze Pérez: 3 stoðsendingar.
Marc Albrighton: 2 stoðsendingar.
Kiernan Dewsbury-Hall: 2 stoðsendingar.
Jamie Vardy: 2 stoðsendingar.
Jonny Evans: 1 stoðsending.
Boubakary Soumaré: 1 stoðsending.
Luke Thomas: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Kasper Schmeichel: 37 leikir.
James Maddison: 35 leikir.
Harvey Barnes: 32 leikir.
Youri Tielemans: 32 leikir.
Daniel Amartey: 28 leikir.
Kiernan Dewsbury-Hall: 28 leikir.
Caglar Soyuncu: 28 leikir.
Timothy Castagne: 27 leikir.
Kelechi Iheanacho: 26 leikir.
Ademola Lookman: 26 leikir.
Jamie Vardy: 25 leikir.
Patson Daka: 23 leikir.
Luke Thomas: 22 leikir.
Wilfred Ndidi: 19 leikir.
Boubakary Soumaré: 19 leikir.
Jonny Evans: 18 leikir.
Marc Albrighton: 17 leikir.
Ricardo Pereira: 14 leikir.
Nampalys Mendy: 14 leikir.
Ayoze Pérez: 14 leikir.
James Justin: 13 leikir.
Jannik Vestergaard: 10 leikir.
Wesley Fofana: 7 leikir.
Hamza Choudhury: 6 leikir.
Ryan Bertrand: 4 leikir.
Lewis Brunt: 1 leikur.
Kasey McAteer: 1 leikur.
Danny Ward: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Ekki vel miðað við síðustu ár, liðið fékk á sig 59 mörk sem er það mesta sem Leicester hefur fengið á sig síðan tímabilið 2017/18. Þeir héldu markinu aðeins sjö sinnum hreinu, aðeins þrjú lið eru með verri tölfræði á því sviði. Fyrrnefnd meiðslavandræði spila hér án nokkurs vafa mikið inni í.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier League?
Það var að sjálfsögðu James Maddison sem kom samtals að 20 mörkum á tímabilinu. Hann fékk 181 stig.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Leicester á tímabilinu?
Fréttaritarar Fótbolta.net voru bjartsýnir fyrir hönd Leicester manna og spáðu þeim 5. sætinu. Eftir gott gengi var ástæða til að spá þeim góðu gengi í vetur en því miður fyrir þá gekk það ekki eftir.

Enska uppgjörið
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8. Leicester
9. Brighton
10. Wolves
11. Newcastle
12. Crystal Palace
13. Brentford
14. Aston Villa
15. Southampton
16. Everton
17. Leeds
18. Burnley
19. Watford
20. Norwich
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner