Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 27. maí 2022 12:44
Elvar Geir Magnússon
Johnstone á leið til Palace
Mynd: EPA
Hinn 29 ára gamli enski landsliðsmarkvörður Sam Johnstone er nálægt því að ganga í raðir Crystal Palace frá West Bromwich Albion.

Johnstone á þrjá landsleiki og var í enska hópnum á EM alls staðar.

Samningur hans við West Brom rennur út í lok mánaðarins og hann hefur þegar sagt félaginu að hann verði ekki í Championship-deildinni á næsta tímabili.

Johnstone hefur áður verið orðaður við West Ham en samkvæmt BBC er Palace að vinna baráttuna um hann.

Hann verður fyrsti leikmaðurinn sem Patrick Vieira fær til sín í sumar.

Þegar Palace tryggir sér Johnstone er líklegt að Jack Butland yfirgefi félagið. Hann hefur verið varamarkvörður fyrir Vicente Guaita. Spánverjinn hefur verið aðalmarkvörður Palace undanfarin ár.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner