Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   fös 27. maí 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Murtough biður stuðningsmenn Man Utd um að sýna þolinmæði
John Murtough, yfirmaður fótboltamála hjá Manchester United, segir að það sé skýrleiki og bjartsýni hjá félaginu eftir að Erik ten Hag var ráðinn sem stjóri.

Ten Hag hefur tekið til starf á Old Trafford og Murtough spjallaði við stuðningsmannafélag United og kallaði eftir því að sýnd yrði þolinmæði.

Hann segir alla meðvitaða um að síðasta tímabil hafi verið mikil vonbrigði og að allir hjá félaginu væru ákveðnir í að áberandi bæting yrði sjáanleg á næsta tímabili.

„Hugmyndir Ten Hag falla algjörlega inn í einkenni og markmið Manchester United. Hann hefur sett upp langtíma hugsjón til að byggja upp árangursríkt og spennandi lið. Hann hefur komið inn með skýrleika og sjálfstraust," segir Murtough.

Hann segir að það væri verið að gera breytingar bak við tjöldin til að aðstoða liðið. Hann væri að vinna í því að styrkja njósnateymi félagsins og hvernig unnið er að leikmannastyrkingum.
Athugasemdir