Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mán 27. maí 2024 19:48
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Mbl.is 
Emil heiðraður hjá Verona - Tekinn inn í frægðarhöll félagsins
Emil Hallfreðsson í leik með Verona
Emil Hallfreðsson í leik með Verona
Mynd: Getty Images
Fyrrum landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var um helgina tekinn inn í frægðarhöll ítalska félagsins Hellas Verona, en hann var heiðraður fyrir leik liðsins gegn Inter í lokaumferð Seríu A í gær.

FH-ingurinn spilaði með Verona frá 2010 til 2016. Hann kom fyrst til félagsins á láni frá Reggina áður en hann gerði skipti sín varanleg eftir tímabilið.

Á þessum sex árum hjá félaginu fór hann með því upp úr C-deildinni og í Seríu A.

Alls spilaði hann 196 leiki og kom að 49 mörkum í öllum keppnum með Verona.

Verona mætti Ítalíumeisturum Inter í lokaumferð Seríu A í gær en fyrir leikinn var Emil tekinn inn í frægðarhöll félagsins og heiðraður fyrir framan stuðningsmenn þess.

„Ég fékk sím­tal frá fé­lag­inu í vik­unni en á hverju ári er einn eldri leikmaður fé­lags­ins tek­inn inn í þessa frægðar­höll eða hóp "hinna ógleym­an­legu" eins og þeir kalla þetta.

„Ég var kallaður út á völl­inn fyr­ir leik­inn ásamt því að markvörður liðsins var heiðraður sem leikmaður árs­ins. Þetta var mjög gam­an og mik­ill heiður, og sýn­ir að maður hef­ur greini­lega gert eitt­hvað rétt á þess­um árum hjá fé­lag­inu,“ sagði Emil við mbl.is í dag.
Athugasemdir
banner
banner