Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 27. maí 2024 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Mbappe sé ekki leikmaður ársins hjá PSG
Luis Enrique, stjóri Paris Saint-Germain, er á þeirri skoðun að Kylian Mbappe hafi ekki verið leikmaður ársins hjá félaginu.

Hinn 25 ára gamli Mbappe kom að 51 marki í 48 leikjum með PSG á leiktíðinni, en hann er búinn að ákveða að yfirgefa Parísarfélagið í sumar. Mun hann líklega semja við Real Madrid á frjálsri sölu.

Enrique var nýverið spurður að því hver væri leikmaður ársins hjá PSG og svaraði hann þá:

„Að mínu mati var Vitinha leikmaður ársins hjá okkur. Ef þú tekur saman alla hans eiginleika, þá var hann bestur í liðinu," sagði Enrique.

„Allir leikmennirnir eru góðir, en hann er stórkostlegur."

Vitinha er 24 ára gamall portúgalskur miðjumaður sem var að klára sitt annað tímabil með PSG eftir að hafa komið til félagsins frá Porto.
Athugasemdir
banner