29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   sun 27. júní 2021 18:52
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars: Það er mikið að gerast í hausnum á honum og það sást
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var ósáttur við að fá ekki víti snemma leiks þegar liðið heimsótti FH í dag. Hallgrímur Mar Steingrímsson féll í teignum eftir um þrettán mínútna leik en Pétur Guðmundsson dæmdi ekkert.

KA lenti undir í leiknum og missti svo mann af velli með rautt spjald en sýndi karakter með því að jafna og úrslitin urðu 1-1.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 KA

Arnari fannst bersýnilega að það væri meiri barátta og vilji í FH liðinu en áður.

„Þegar þeir komust yfir fannst mér þeir stíga upp, henda sér í allt og það kom veruleg ástríða. Við bjuggumst líka við það. Þegar það kemur nýr þjálfari þá byrjar þú upp á nýtt. Það voru allir að djöflast og vinna, það hefur ekki verið þannig í öllum leikjum hjá FH. Liðið er mjög vel mannað," segir Arnar.

FH-ingar vildu fá annað gula spjaldið á Brynjar Inga Bjarnason og þar með rautt þegar hann fékk á sig vítaspyrnuna í fyrri hálfleik en Arnar telur að það hefði verið mjög harður dómur.

Brynjar hefur fengið mikið lof en var ólíkur sjálfum sér í leiknum í dag.

„Brynjar er ungur leikmaður sem hefur verið frábær fyrir okkur. Það er mikið að gerast í hausnum á honum við það að yfirgefa okkur. Þú gast alveg séð á hans leik í dag að hann var ekki vel skrúfaður á og ólíkur sjálfum sér. Við getum tekið mörg móment í leiknum þar sem hann á að gera betur, hann tapaði boltanum þegar við fengum á okkur rauða spjaldið. Ég hef oft séð hann meira 'on' eins og maður segir," segir Arnar.

Brynjar fékk gult spjald mjög snemma og það breytir leiknum fyrir miðvörð að sögn Arnars.

Brynjar hefur verið frábær á mótinu og lék virkilega vel í landsleikjunum nýlega. Það er tímaspursmál hvenær hann yfirgefur KA en það er mikill áhugi á honum erlendis. Hvað á hann marga leiki eftir fyrir KA?

„Það er góð spurning, ég veit það ekki. Ég óska honum bara alls hins besta og vona að það gangi eftir að hann fari út því hann á það skilið. Þegar svona er í gangi fer allt á flug og það er erfitt að einbeita sér. Ég held að það hafi verið málið í dag. Án þess að ég viti það þá held ég að það sé mjög stuttu í eitthvað."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner