Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   sun 27. júní 2021 18:52
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars: Það er mikið að gerast í hausnum á honum og það sást
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var ósáttur við að fá ekki víti snemma leiks þegar liðið heimsótti FH í dag. Hallgrímur Mar Steingrímsson féll í teignum eftir um þrettán mínútna leik en Pétur Guðmundsson dæmdi ekkert.

KA lenti undir í leiknum og missti svo mann af velli með rautt spjald en sýndi karakter með því að jafna og úrslitin urðu 1-1.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 KA

Arnari fannst bersýnilega að það væri meiri barátta og vilji í FH liðinu en áður.

„Þegar þeir komust yfir fannst mér þeir stíga upp, henda sér í allt og það kom veruleg ástríða. Við bjuggumst líka við það. Þegar það kemur nýr þjálfari þá byrjar þú upp á nýtt. Það voru allir að djöflast og vinna, það hefur ekki verið þannig í öllum leikjum hjá FH. Liðið er mjög vel mannað," segir Arnar.

FH-ingar vildu fá annað gula spjaldið á Brynjar Inga Bjarnason og þar með rautt þegar hann fékk á sig vítaspyrnuna í fyrri hálfleik en Arnar telur að það hefði verið mjög harður dómur.

Brynjar hefur fengið mikið lof en var ólíkur sjálfum sér í leiknum í dag.

„Brynjar er ungur leikmaður sem hefur verið frábær fyrir okkur. Það er mikið að gerast í hausnum á honum við það að yfirgefa okkur. Þú gast alveg séð á hans leik í dag að hann var ekki vel skrúfaður á og ólíkur sjálfum sér. Við getum tekið mörg móment í leiknum þar sem hann á að gera betur, hann tapaði boltanum þegar við fengum á okkur rauða spjaldið. Ég hef oft séð hann meira 'on' eins og maður segir," segir Arnar.

Brynjar fékk gult spjald mjög snemma og það breytir leiknum fyrir miðvörð að sögn Arnars.

Brynjar hefur verið frábær á mótinu og lék virkilega vel í landsleikjunum nýlega. Það er tímaspursmál hvenær hann yfirgefur KA en það er mikill áhugi á honum erlendis. Hvað á hann marga leiki eftir fyrir KA?

„Það er góð spurning, ég veit það ekki. Ég óska honum bara alls hins besta og vona að það gangi eftir að hann fari út því hann á það skilið. Þegar svona er í gangi fer allt á flug og það er erfitt að einbeita sér. Ég held að það hafi verið málið í dag. Án þess að ég viti það þá held ég að það sé mjög stuttu í eitthvað."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner