Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 12:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Margir Íslendingar á lista en of mikil áhætta að taka leikmann úr Bestu deildinni
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Getty Images
Úr leik Víkings og Vals í Bestu deildinni.
Úr leik Víkings og Vals í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson náði mögnuðum árangri með Kortrijk í Belgíu á nýliðnu tímabili. Hann tók við liðinu í nánast ómögulegri stöðu en náði að halda liðinu uppi með ótrúlegum hætti.

Það verða breytingar fyrir næsta tímabil en Freyr kveðst þurfa tíu nýja leikmenn þar sem nokkrir eru á förum.

„Ég þarf fimm byrjunarliðsmenn og fimm í viðbót sem geta byrjað. Þetta eru tíu leikmenn. Ég er með gott fjármagn ef ég þyrfti ekki að fá tíu leikmenn. Við þurfum að vera klókir í að nota peninginn rétt," sagði Freyr í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

Freysi er með Íslendinga á lista hjá sér en segir ekki koma til greina að taka leikmenn beint úr Bestu deildinni.

„Það er alltof mikil áhætta fyrir mig akkúrat núna að taka leikmann úr Bestu deildinni. Það er rosalega erfitt varðandi gervigrasið. Við erum að spila og æfa á grasi. Hversu fljótir eru þeir að aðlagast því?" sagði Freyr.

„Sumir af þessum strákum hafa varla æft á grasi. Vellirnir í Belgíu frá nóvember til mars er bara eins og í Bretlandi í gamla daga. Þú ert ekki að spila einhvern tiki-taka fótbolta í Víkinni, þetta er alvöru fótbolta. Það er erfitt að meta þetta og ég er ekki að fara að taka neinn úr Bestu deildinni. Það hefur ekki með það að gera að þeir séu ekki nægilega hæfileikaríkir. Það er fullt af 'potential' í deildinni en það er vitlaust fyrir mig að gera það núna."

Freyr þarf að velja rétt til þess að geta komið Kortrijk hærra í töflunni í Belgíu. Fyrsta markmið var að bjarga liðinu frá falli og núna er það að byggja að því og ná upp stöðugleika. Þó að hann muni ekki sækja neinn leikmann úr Bestu deildinni, þá er klárlega möguleiki að íslenskir leikmenn muni bætast við hópinn.

„Ég er með marga Íslendinga á lista. Sumir af þeim eru dýrir en þú ert að borga fyrir hugarfar, hvernig þeir eru skrúfaðir saman," sagði Freyr.
Útvarpsþátturinn - Freysi og kraftaverkið í Kortrijk
Athugasemdir
banner
banner
banner