Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fös 27. september 2019 09:00
Magnús Már Einarsson
16 ára Ísak Bergmann spilaði fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni þegar Norrköping sigraði AFC 4-0 í gær.

Hinn 16 ára gamli Ísak kom til Norrköping frá ÍA síðastliðinn vetur en hann faðir hans er Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA.

Á dögunum skoraði Ísak í bikarleik með Norrköping gegn IFK Timrå og í gær kom fyrsti leikurinn með aðalliðinu.

Ísak hefur samtals skorað tíu mörk í sextán leikjum með U16 og U17 ára landsliði Íslands.

Í næsta mánuði er Ísak á leið í verkefni með U19 ára landsliðinu þrátt fyrir að vera ennþá tveimur árum yngri en yngstu leikmenn þar.

Athugasemdir
banner
banner
banner