Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni þegar Norrköping sigraði AFC 4-0 í gær.
Hinn 16 ára gamli Ísak kom til Norrköping frá ÍA síðastliðinn vetur en hann faðir hans er Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA.
Á dögunum skoraði Ísak í bikarleik með Norrköping gegn IFK Timrå og í gær kom fyrsti leikurinn með aðalliðinu.
Ísak hefur samtals skorað tíu mörk í sextán leikjum með U16 og U17 ára landsliði Íslands.
Í næsta mánuði er Ísak á leið í verkefni með U19 ára landsliðinu þrátt fyrir að vera ennþá tveimur árum yngri en yngstu leikmenn þar.
Isak Bergmann-Jóhannesson, född i mars 2003, gör sin allsvenska debut för IFK Norrköping. pic.twitter.com/qPvPNdpmtb
— Taddson (@taddson) September 26, 2019
Athugasemdir