Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   fös 27. september 2019 22:27
Fótbolti.net
Lið ársins og bestu menn í Inkasso-deildinni 2019
Rasmus Christiansen - leikmaður ársins í Inkasso-deildinni 2019.
Rasmus Christiansen - leikmaður ársins í Inkasso-deildinni 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn er þjálfari ársins.
Óskar Hrafn er þjálfari ársins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Efnilegasti leikmaðurinn - Helgi Guðjónsson.
Efnilegasti leikmaðurinn - Helgi Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta vann Inkasso-deildina.
Grótta vann Inkasso-deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Nacho átti gott sumar í Breiðholtinu. Það eru tveir Leiknismenn í liði ársins.
Nacho átti gott sumar í Breiðholtinu. Það eru tveir Leiknismenn í liði ársins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harley Willard í leik gegn Leikni.
Harley Willard í leik gegn Leikni.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Í kvöld var lið ársins í Inkasso-deild karla opinberað á Hótel Borg. Fótbolti.net fylgdist vel með Inkasso-deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.Úrvalslið ársins 2019:
Hákon Rafn Valdimarsson - Grótta

Axel Freyr Harðarson - Grótta
Rasmus Christiansen - Fjölnir
Arnar Þór Helgason - Grótta
Nacho Heras - Leiknir

Stefán Árni Geirsson - Leiknir
Jóhann Árni Gunnarsson - Fjölnir
Tiago Fernandes - Fram

Harley Willard - Víkingur Ó.
Pétur Theódór Árnason - Grótta
Helgi Guðjónsson - Fram

Varamannabekkur:
Atli Gunnar Guðmundsson - Fjölnir
Rúnar Þór Sigurgeirsson - Keflavík
Bergsveinn Ólafsson - Fjölnir
Hans Viktor Guðmundsson - Fjölnir
Guðmundur Karl Guðmundsson - Fjölnir
Fred Saraiva - Fram
Albert Brynjar Ingason - Fjölnir

Aðrir sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.), Franko Lalic (Víkingur Ó.), Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík), Hlynur Örn Hlöðversson (Fram), Jon Tena (Afturelding).
Varnarmenn: Ástbjörn Þórðarson (Grótta), Bjarki Leósson (Grótta), Arnór Breki Ásþórsson (Fjölnir), Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.), Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.), Emir Dokara (Víkingur Ó.), Michael Newberry (Víkingur Ó.), Emmanuel Eli Keke (Víkingur Ó.), Magnús Þór Magnússon (Keflavík), Ísak Óli Ólafsson (Keflavík), Dino Gavric (Þór), Bjarki Þór Viðarsson (Þór), Toni Tipuric (Njarðvík).
Miðjumenn: Sigurvin Reynisson (Grótta), Óliver Dagur Thorlacius (Grótta), Valtýr Már Michaelsson (Grótta), Kristófer Orri Pétursson (Grótta), Ernir Bjarnason (Leiknir R.), Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.), Grétar Snær Gunnarsson (Víkingur Ó.), Adolf Mtasingwa (Keflavík), Nacho Gil (Þór), Róbert Orri Þorkelsson (Afturelding), Archie Nkumu (Þróttur R.).
Sóknarmenn: Orri Steinn Óskarsson (Grótta), Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir), Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.), Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.), Alvaro Montejo (Þór), Jason Daði Svanþórsson (Afturelding).Þjálfari ársins: Óskar Hrafn Þorvaldsson - Grótta
Óskar hefur náð mögnuðum árangri á tveimur tímabilum í röð. Í fyrra var hann þjálfari ársins þegar hann kom Gróttu upp úr í 2. deild. Í ár er hann þjálfari ársins eftir að hafa komið sprækum Gróttumönnum upp úr Inkasso-deildinni í fyrstu tilraun. Óskar og hans teymi eftir unnið eftir sinni hugmyndafræði og hafa ungir leikmenn í Gróttu sprungið undir þeirra stjórn. Nú verður fróðlegt að sjá hvað Grótta gerir í Pepsi Max-deildinni og hvort Óskar verði áfram með liðið.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Sigurður Heiðar Höskuldsson (Leiknir R.).

Leikmaður ársins: Rasmus Christiansen (Fjölnir)
Rasmus reyndist gríðarlegur happafengur fyrir Fjölni. Hann kom á láni frá Íslandsmeisturum Vals, en þetta er leikmaður sem á ekki að vera að spila í Inkasso-deildinni; hann er of góður til þess. Hann batt saman vörnina hjá Fjölni sem var öflug í sumar. Það verður spennandi að sjá hvað Rasmus gerir fyrir næsta tímabil, en Fjölnir vill reyna að halda honum.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Pétur Theódór Árnason (Grótta), Arnar Þór Helgason (Grótta), Sigurvin Reynisson (Grótta), Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir), Nacho Heras (Leiknir R.), Emir Dokara (Víkingur Ó.), Alvaro Montejo (Þór), Dino Gavric (Þór).

Efnilegastur: Helgi Guðjónsson - Fram
Helgi átti mjög gott sumar fyrir Fram og var hann markahæstur í deildinni ásamt Pétri Theódóri úr Gróttu. Báðir skoruðu þeir 15 mörk. Helgi skoraði tæplega helming marka Fram í sumar, en Fram gerði í heildina 33 mörk. Mörg lið í Pepsi Max-deildinni hafa áhuga á Helga, hann er mjög eftirsóttur, og verður athyglisvert að sjá hvort hann taki annað tímabil með Fram eða reyni fyrir sér í stærri deild.
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Axel Freyr Harðarson (Grótta), Hákon Rafn Valdimarsson (Grótta), Orri Steinn Óskarsson (Grótta), Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir), Stefán Árni Geirsson (Leiknir R.).

Ýmsir molar:
- Grótta á flesta í liði ársins, fjóra talsins. Fjölnir, Leiknir og Fram eiga öll tvo fulltrúa. Víkingur Ólafsvík á einn.

- Það var gríðarleg spenna í valinu á bæði leikmanni ársins og þeim efnilegasta. Í báðum tilvikum munaði aðeins örfáum atkvæðum.

- Pétur Theódór Árnason var í öðru sæti í valinu á leikmann ársins.

- Þrír leikmenn voru saman í öðru sæti í valinu á efnilegasta leikmanni ársins.

- Óskar Hrafn Þorvaldsson vann þjálfara ársins með yfirburðum. Hann fékk öll þau atkvæði sem hann gat mögulega fengið.

- Enginn leikmaður úr Haukum og Magna fékk atkvæði í lið ársins.

- Það er sveit Fjölnismanna á bekknum. Fimm af sjö leikmönnum á bekknum koma úr Fjölni.

- Alls fengu 53 atkvæði í lið ársins.

- Orri Steinn Óskarsson, 15 ára, fékk atkvæði í lið ársins og í efnilegasta leikmanninn. Sagan segir að hann sé á leið til FC Kaupmannahafnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner