Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   sun 27. september 2020 17:11
Baldvin Már Borgarsson
Óli Skúla hrósar dómaranum: Rekur bara olnbogann í andlitið á mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason var sáttur að leikslokum eftir gríðarlega dramatískan 2-1 sigur gegn KR á Meistaravöllum fyrr í dag.

Ólafur Ingi var í brennidepli í lok leiks þar sem hann fiskaði vítaspyrnu og rautt spjald á Beiti sem kastaði boltanum í leik en rak höndina í andlitið á Óla í kjölfarið, við tók svakaleg atburðarás sem endaði með vítaspyrnu og rauðu spjaldi á Beiti, Sam Hewson skoraði á Guðjón Orra í marki KR og innsiglaði þar með sigur Fylkis.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Fylkir

„Öll þrjú stig eru góð, sérstaklega á útivelli. Erfiðar aðstæður í dag, blautur og þungur völlur, erfitt að spila samba bolta en þrjú stigin eru sæt.''

Völlurinn var gríðarlega blautur og mynduðust pollar sem höfðu áhrif á leikinn, fannst Óla aðstæðurnar boðlegar?

„Það má alveg deila um það en þetta er bara staðan. Við búum bara hérna á norðurhveli jarðar og við svosem vitum það að þetta getur gerst þegar við spilum á grasvöllum sem drena ekki vel.''

Undirritaður fékk Ólaf Inga til að fara aðeins í gegnum atburðarásina í lok leiks þar sem hann á í viðskiptum við Beiti sem endaði með vítaspyrnu og rauðu spjaldi á Beiti.

„Mín upplifun er bara þannig að boltinn kemur fyrir og ég held að einhver nái að snerta hann áður en Beitir grípur, mín hugmynd var bara að reyna að trufla hann í útkastinu svo að þeir færu ekki hratt upp völlinn, ég lendi svona fyrir aftan hann og er að reyna að trufla hann í bakinu og hann kastar boltanum út og svo rekur hann bara olnbogann í andlitið á mér, beint í nefið og ég held að það sé alveg á hreinu að þetta sé ekki eðlileg hreyfing hjá honum. Hann ætlaði greinilega eitthvað að reyna að svara fyrir sig eða ég veit ekki hvað, þetta er allavega ekki náttúruleg hreyfing svona löngu eftir að hann kastar boltanum út, ég hrósa bara dómaranum fyrir að hafa séð þetta því þetta er bara hárréttur dómur.''

Var upprunaleg hugsun Óla að reyna að stöðva hraða sókn fyrir höfuðhögg eða var hann að sækjast eftir víti og rauðu?

„Ég var náttúrulega ekki að reyna að fá neitt, ég var bara að reyna að stoppa hann í að kasta fljótt út og stoppa hraða sókn, það var það sem ég var að reyna. En ef þú rekur hendurnar í andlitið á mótherja, er það ekki samkvæmt reglunum rautt og víti ef það gerist innan vítateigs?'' Spyr Óli á móti.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner