Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
   sun 27. september 2020 17:11
Baldvin Már Borgarsson
Óli Skúla hrósar dómaranum: Rekur bara olnbogann í andlitið á mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason var sáttur að leikslokum eftir gríðarlega dramatískan 2-1 sigur gegn KR á Meistaravöllum fyrr í dag.

Ólafur Ingi var í brennidepli í lok leiks þar sem hann fiskaði vítaspyrnu og rautt spjald á Beiti sem kastaði boltanum í leik en rak höndina í andlitið á Óla í kjölfarið, við tók svakaleg atburðarás sem endaði með vítaspyrnu og rauðu spjaldi á Beiti, Sam Hewson skoraði á Guðjón Orra í marki KR og innsiglaði þar með sigur Fylkis.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Fylkir

„Öll þrjú stig eru góð, sérstaklega á útivelli. Erfiðar aðstæður í dag, blautur og þungur völlur, erfitt að spila samba bolta en þrjú stigin eru sæt.''

Völlurinn var gríðarlega blautur og mynduðust pollar sem höfðu áhrif á leikinn, fannst Óla aðstæðurnar boðlegar?

„Það má alveg deila um það en þetta er bara staðan. Við búum bara hérna á norðurhveli jarðar og við svosem vitum það að þetta getur gerst þegar við spilum á grasvöllum sem drena ekki vel.''

Undirritaður fékk Ólaf Inga til að fara aðeins í gegnum atburðarásina í lok leiks þar sem hann á í viðskiptum við Beiti sem endaði með vítaspyrnu og rauðu spjaldi á Beiti.

„Mín upplifun er bara þannig að boltinn kemur fyrir og ég held að einhver nái að snerta hann áður en Beitir grípur, mín hugmynd var bara að reyna að trufla hann í útkastinu svo að þeir færu ekki hratt upp völlinn, ég lendi svona fyrir aftan hann og er að reyna að trufla hann í bakinu og hann kastar boltanum út og svo rekur hann bara olnbogann í andlitið á mér, beint í nefið og ég held að það sé alveg á hreinu að þetta sé ekki eðlileg hreyfing hjá honum. Hann ætlaði greinilega eitthvað að reyna að svara fyrir sig eða ég veit ekki hvað, þetta er allavega ekki náttúruleg hreyfing svona löngu eftir að hann kastar boltanum út, ég hrósa bara dómaranum fyrir að hafa séð þetta því þetta er bara hárréttur dómur.''

Var upprunaleg hugsun Óla að reyna að stöðva hraða sókn fyrir höfuðhögg eða var hann að sækjast eftir víti og rauðu?

„Ég var náttúrulega ekki að reyna að fá neitt, ég var bara að reyna að stoppa hann í að kasta fljótt út og stoppa hraða sókn, það var það sem ég var að reyna. En ef þú rekur hendurnar í andlitið á mótherja, er það ekki samkvæmt reglunum rautt og víti ef það gerist innan vítateigs?'' Spyr Óli á móti.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner