Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   sun 27. september 2020 17:11
Baldvin Már Borgarsson
Óli Skúla hrósar dómaranum: Rekur bara olnbogann í andlitið á mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason var sáttur að leikslokum eftir gríðarlega dramatískan 2-1 sigur gegn KR á Meistaravöllum fyrr í dag.

Ólafur Ingi var í brennidepli í lok leiks þar sem hann fiskaði vítaspyrnu og rautt spjald á Beiti sem kastaði boltanum í leik en rak höndina í andlitið á Óla í kjölfarið, við tók svakaleg atburðarás sem endaði með vítaspyrnu og rauðu spjaldi á Beiti, Sam Hewson skoraði á Guðjón Orra í marki KR og innsiglaði þar með sigur Fylkis.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Fylkir

„Öll þrjú stig eru góð, sérstaklega á útivelli. Erfiðar aðstæður í dag, blautur og þungur völlur, erfitt að spila samba bolta en þrjú stigin eru sæt.''

Völlurinn var gríðarlega blautur og mynduðust pollar sem höfðu áhrif á leikinn, fannst Óla aðstæðurnar boðlegar?

„Það má alveg deila um það en þetta er bara staðan. Við búum bara hérna á norðurhveli jarðar og við svosem vitum það að þetta getur gerst þegar við spilum á grasvöllum sem drena ekki vel.''

Undirritaður fékk Ólaf Inga til að fara aðeins í gegnum atburðarásina í lok leiks þar sem hann á í viðskiptum við Beiti sem endaði með vítaspyrnu og rauðu spjaldi á Beiti.

„Mín upplifun er bara þannig að boltinn kemur fyrir og ég held að einhver nái að snerta hann áður en Beitir grípur, mín hugmynd var bara að reyna að trufla hann í útkastinu svo að þeir færu ekki hratt upp völlinn, ég lendi svona fyrir aftan hann og er að reyna að trufla hann í bakinu og hann kastar boltanum út og svo rekur hann bara olnbogann í andlitið á mér, beint í nefið og ég held að það sé alveg á hreinu að þetta sé ekki eðlileg hreyfing hjá honum. Hann ætlaði greinilega eitthvað að reyna að svara fyrir sig eða ég veit ekki hvað, þetta er allavega ekki náttúruleg hreyfing svona löngu eftir að hann kastar boltanum út, ég hrósa bara dómaranum fyrir að hafa séð þetta því þetta er bara hárréttur dómur.''

Var upprunaleg hugsun Óla að reyna að stöðva hraða sókn fyrir höfuðhögg eða var hann að sækjast eftir víti og rauðu?

„Ég var náttúrulega ekki að reyna að fá neitt, ég var bara að reyna að stoppa hann í að kasta fljótt út og stoppa hraða sókn, það var það sem ég var að reyna. En ef þú rekur hendurnar í andlitið á mótherja, er það ekki samkvæmt reglunum rautt og víti ef það gerist innan vítateigs?'' Spyr Óli á móti.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner