Lengjudeild kvenna lauk á dögunum en það voru FH og Tindastóll sem flugu upp úr deildinni að þessu sinni og leika því í Bestu deildinni á næstu leiktíð.
Á hinum enda töflunnar voru það Haukar og Fjölnir sem fara niður, en í þeirra stað koma Fram og Grótta upp.
Á hinum enda töflunnar voru það Haukar og Fjölnir sem fara niður, en í þeirra stað koma Fram og Grótta upp.
Hér fyrir neðan má sjá það hvernig lið ársins í Lengjudeildinni er skipað hjá okkur á Fótbolta.net. Flestir leikmennirnir koma úr liðunum tveimur sem fór upp úr deildinni.
Lið ársins:
Tinna Brá Magnúsdóttir - Fylkir
María Dögg Jóhannesdóttir - Tindastóll
Maggý Lárentsínusdóttir - FH
Bryndís Rut Haraldsdóttir - Tindastóll
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir - FH
Isabella Eva Aradóttir - HK
Sigríður Lára Garðarsdóttir - FH
Hugrún Pálsdóttir - Tindastóll
Linli Tu - Fjarðab/Höttur/Leiknir
Murielle Tiernan - Tindastóll
Telma Hjaltalín Þrastardóttir - FH

Þetta var alls ekki einfalt val, en næstar inn í liðið voru Christabel Oduro úr Víkingi og Hannah Cade úr Tindastóli. Þær áttu báðar mjög gott sumar.
Þjálfarar ársins: Guðni og Hlynur - FH
Bræðurnir Guðni og Hlyn Svan Eiríkssyni stýrðu FH í gegnum tímabilið án þess að tapa leik í deildinni. Ef þú gerir það, þá kemur í raun ekki annað til greina en þú sért þjálfari ársins. Þeir bjuggu til sterka liðsheild og það verður gaman að sjá FH-inga í Bestu deildinni á næstu leiktíð.
Leikmaður ársins: Sigríður Lára Garðarsdóttir FH
FH fékk aðeins á sig níu mörk í 18 leikjum í sumar og er Sigríður Lára stór ástæða fyrir því. Hún var ótrúlega góð á miðsvæðinu og hjálpaði reynsla hennar liði Fimleikafélagsins mikið. Hún er vel að því komin að vera leikmaður ársins.
Efnilegust: Tinna Brá Magnúsdóttir - Fylkir
Átti erfitt uppdráttar í efstu deild á síðustu leiktíð en var ótrúlega góð í Lengjudeildinni í sumar. Er bara fædd árið 2004 og er klárlega einn efnilegasti markvörður landsins. Er kannski tilbúnari að taka skrefið upp í Bestu deildina eftir þessa leiktíð.
Athugasemdir