Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. október 2021 21:14
Brynjar Ingi Erluson
Kristófer Ingi kom inná og afgreiddi AGF - Fyrsti leikur Rúnars Alex
Kristófer Ingi skoraði bæði mörk SönderjyskE
Kristófer Ingi skoraði bæði mörk SönderjyskE
Mynd: Getty Images
Rúnar Alex spilaði fyrsta leik sinn fyrir Leuven
Rúnar Alex spilaði fyrsta leik sinn fyrir Leuven
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson stóð á milli stanganna í 2-1 sigri Leuven gegn Lierse í belgíska bikarnum í kvöld en þetta var hans fyrsti leikur frá því hann kom frá Arsenal á láni. Kristófer Ingi Kristinsson skoraði þá bæði mörk Sönderjyske í 2-0 sigrinum á AGF í danska bikarnum.

Rúnar kom til Leuven á láni frá Arsenal undir lok gluggans en hefur beðið þolinmóður eftir tækifærinu.

Það kom í kvöld gegn Lierse en hann stóð sig afar vel er liðið komst áfram í næstu umferð bikarsins.

Sory Kaba skoraði bæði mörk Leuven í leiknum og liðið nú komið í 16-liða úrslit bikarsins.

Kolbeinn Þórðarson kom þá við sögu er Lommel vann Sporting Charleroi í vítakeppni. Kolbeinn byrjaði á bekknum en kom inná á 96. mínútu í framlengingu.

Lommel hafði betur í vítaspyrnukeppninni og verða því í pottinum er dregið verður í 16-liða úrslitin.

Kristófer Ingi gerði bæði mörkin í Íslendingaslag

Kristófer hefur verið frábær fyrir SönderjyskE í bikarnum en hann gerði tvö mörk í síðustu umferð og hélt svo uppteknum hætti og gerði bæði mörkin í 2-0 sigrinum á AGF í kvöld.

Hann kom inná sem varamaður í framlengingunni og skoraði svo stuttu síðar áður en hann bætti við öðru á 108. mínútu og skaut þannig SönderyskE áfram.

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF í kvöld en Mikael Neville Anderson kom inná á 74. mínútu.
Athugasemdir
banner
banner