Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fös 27. október 2023 15:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Viðars: Pólitísk ákvörðun hjá KSÍ
Erfiðasti tíminn í lífinu
Arnar Þór Viðarsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands.
Arnar Þór Viðarsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðasti leikur Arnars var 7-0 sigur gegn Liechtenstein.
Síðasti leikur Arnars var 7-0 sigur gegn Liechtenstein.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, segir að það hafi verið gríðarlega erfitt að stýra landsliðinu á þeim tíma sem hann gerði það.

Hann hefur á undanförnum dögum rætt stuttlega við belgíska fjölmiðla um brottrekstur sinn frá KSÍ fyrr á þessu ári.

Arnar var rekinn sem landsliðsþjálfari eftir fyrstu leikina í undankeppni Evrópumótsins fyrr á þessu ári. Arnar tók við þjálfun liðsins í desember 2020 og var hann harðlega gagnrýndur á meðan hann var í því starfi. Úrslitin voru ekki nægilega góð en hann tók líka við liðinu á erfiðum tíma þar sem nokkrir af lykilmönnum liðsins voru sakaðir um kynferðisbrot.

Að því er kemur fram á Het Laatste Nieuws þá segir Arnar að brottreksturinn hafi verið af pólitískum ástæðum. KSÍ hafi viljað reka sig fyrr en það hafi ekki verið gert þar sem liðið hafi ekki tapað leikjum á þeim tíma. Svo kom slæmt tap gegn Bosníu og þá var hann rekinn.

„Brottrekstur minn var pólitísk ákvörðun af hálfu knattspyrnusambandsins," segir Arnar og bætir við að fólk hafi verið mikið á móti sér út af því hvernig hann talaði um þau mál sem komu upp á þessum tíma. Hann hafi orðið andlit krísunnar og hafi verið settur í erfiða stöðu.

„Allt sambandið sagði af sér á einu bretti og ég stóð eftir einn. Ég þurfti að útskýra allt sem var í gangi. Mér leið eins og ég væri andlit krísunnar sem var í gangi. Það voru mótmæli gegn mér þar sem ég talaði ekki nægilega oft gegn ofbeldi. Einu sinni sagði ég að ég vildi ekki tala um það þar sem ég væri fótboltaþjálfari. Auðvitað er ég á móti ofbeldi en það voru mótmæli gegn mér þar sem ég þótti ekki standa nægilega mikið með þolendum."

Arnar segist hafa sótt sér aðstoð sérfræðinga með það að leiðarljósi að fræðast um það hvort að hann væri takast rétt við á þessi mál.

„Í hreinskilni sagt var þetta erfiðasti tíminn í mínu lífi. Ef þú kemst í gegnum svona, þá geturðu tekist á við mikið."

Arnar segist hafa fengið boð um að taka við landsliði í Asíu eftir að hann var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Íslands en hann ákvað að fara frekar til Belgíu, þar sem hann hefur átt heima síðustu árin. Arnar er núna aðalþjálfari U23 liðs Gent og segist hann smellpassa í það starf. Liðið tekur þátt í þriðju efstu deild í Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner