Srdjan Tufegdzic, Túfa, verður ekki áfram þjálfari Vals og samkvæmt heimildum Fótbolta.net mun Hermann Hreiðarsson taka við sem þjálfari liðsins.
Fótbolti.net sagði frá viðræðum Vals við Hermann í síðustu viku og er nú orðið ljóst að þjálfarabreyting verður á Hlíðarenda.
Fótbolti.net sagði frá viðræðum Vals við Hermann í síðustu viku og er nú orðið ljóst að þjálfarabreyting verður á Hlíðarenda.
Túfa tók við Val í byrjun ágúst í fyrra, liðið endaði í 4. sæti Bestu deildarinnar í fyrra og í 2. sæti deildarinnar og Mjólkurbikarsins á þessu tímabili. Hann er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á blaði hjá HK sem mögulegur næsti þjálfari liðsins.
Hermann kemur til Vals frá HK þar sem hann stýrði liðinu í 4. sæti Lengjudeildarinnar og í úrslit umspislins um sæti í Bestu deildinni.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net verða þeir Chris Brazell og Halldór Hreiðarsson, Donni, aðstoðarmenn Hemma hjá Val.
Athugasemdir

