Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. nóvember 2020 12:30
Miðjan
Missti tíu kíló og upplifði skemmtilegasta sumar ævinnar
Siggi fagnar marki í sumar.
Siggi fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Gísli Snorrason, Siggi Bond, var lykilmaður í liði Þróttar Vogum í 2. deildinni í sumar. Siggi tók fram skóna á ný í vor eftir að hafa verið í óreglu talsverðan tima.

Brynjar Þór Gestsson, þáverandi þjálfari Þróttar, gaf Sigga tækifæri með liðinu í vor og eftir það hefur hann ekki litið til baka.

„Þegar ég var búinn með tvær æfingar með Vogunum fann ég að ég var ennþá drullugóður. Þá byrjaði ég að æfa á fullu. Ég var 94 kíló en ég kom mér niður í 84," sagði Siggi

„Ég er ekkert eðlilega þakklátur honum (Brynjari) fyrir að gefa mér tækifærið. Það er ekkert sjálfsagt að fá svona tækifæri."

Brynjar hætti sem þjálfari Þróttar snemma sumars og fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson tók við af honum.

„Hann er geggjaður. Ég fann það strax að ég var hans maður. Þetta sumar var ábyggilega skemmtilegasta sumar ævi minnar. Það var ógeðslega mikil óheppni að við komumst ekki upp."

Þróttur Vogum var í baráttu um að komast upp í Lengjudeildina. Liðið var í 2. sæti fyrir 20. umferð en þá gerði liðið 1-1 jafntefli við KF á útivelli.

Selfoss fór upp fyrir Þrótt í 2. sætið og nokkrum vikum síðar var tilkynnt að mótinu væri lokið. Þróttur sat því eftir í 3. sætinu.

„Ég verð svo reiður þegar við tölum um þennan KF leik. Það féll ekkert með okkru í dómgæslunni. Þeir fengu gefins víti. Þetta var á lélegum Ólafsfjarðarvelli og við vorum lélegir. Þetta var óþolandi leikur. Þetta mótíverar mann bara í að gera betur næst og vinna deildina á næsta ári," sagði Siggi.

Sjá einnig:
Siggi Bond: Aldrei verið eins hræddur um líf mitt

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Miðjan - Siggi Bond var neyddur til að ræna apótek í Amsterdam
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner