Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   mán 27. nóvember 2023 15:30
Elvar Geir Magnússon
Pressan eykst á Sarri
Mynd: EPA
Lazio hefur ekki náð sér almennilega á strik á þessu tímabili og pressan eykst á Maurizio Sarri. Einhverjir ítalskir sparkspekingar tala um að komandi Meistaradeildarleikur gegn Celtic gæti ráðið örlögum hans.

Lazio tapaði fyrir Salernitana um helgina en Salernitana vann þar sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Lazio er í neðri helmingi ítölsku A-deildarinnar, situr í ellefta sæti með sautján stig.

Lazio er langt frá Evrópusætunum og stuðningsmenn eru byrjaði að missa trúna.

Það gæti þó verið að Sarri muni fá tíma til að snúa genginu við en forseti Lazio, Claudio Lotito, er ekki hrifinn af þjálfaraskiptum á miðju tímabili.

Lazio er í öðru sæti í E-riðli Meistaradeildarinnar, aðeins einu stigi frá Atletico Madrid sem er á toppnum og einu stigi á undan Feyenoord sem er í þriðja sæti. Lazio má því ekki miss af stigum gegn Skotunum.

Á sama tíma í fyrra var Lazio í þriðja sæti ítölsku A-deildarinnar á þessum tímapunkti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner