Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   mið 27. nóvember 2024 14:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Ágúst Orri Þorsteinsson.
Ágúst Orri Þorsteinsson.
Mynd: Breiðablik
Ágúst Orri lék síðast með Blikum sumarið 2023.
Ágúst Orri lék síðast með Blikum sumarið 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kominn aftur heim og ætlar sér að gera vel.
Kominn aftur heim og ætlar sér að gera vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er fáránlega góð. Ég get ekki beðið," segir Ágúst Orri Þorsteinsson, nýr leikmaður Breiðabliks, sem er kominn aftur heim eftir dvöl á Ítalíu.

Ágúst Orri er nítján ára kantmaður sem seldur var til Genoa frá Breiðabliki fyrir rúmu ári síðan en hann snýr nú aftur heim í uppeldisfélagið. Hann skrifaði undir samning sem gildir út keppnistímabilið 2028.

„Þetta var mjög lengi að gerast því Genoa vildi alls ekki losna við mig. Alfreð Finnboga (tæknilegur ráðgjafi Breiðabliks) er í þessu í mjög langan tíma og ég er í miklu sambandi við hann. Einhvern veginn tókst að finna lausn sem bæði félög voru sátt með. Þá hoppaði ég í sófanum. Ég var helvíti ánægður með það," segir Ágúst.

„Ég sá ekki framtíð mína með Genoa. Ég vildi komast í aðalliðið en það var of löng leið. Ég var eitthvað að æfa með aðalliðinu en hóparnir eru svo stórir í Serie A og það er ekkert djók að komast í svona lið. Ég var æstur í að spila í Evrópu með Breiðabliki og svoleiðis. Þetta eru risastórir leikir og það er bara atvinnumennska að koma í Breiðablik. Þetta er bara vinnan mín og ég er ógeðslega spenntur fyrir næsta skrefi."

Síðasta vika var alvöru yfirlýsing fyrir Blika. Ásamt Ágústi þá gengu Valgeir Valgeirsson og Óli Valur Ómarsson í raðir félagsins.

„Ég er svo spenntur fyrir þessu. Við erum með geggjaða leikmenn. Núna eru þrír ungir leikmenn að bætast við hópinn, allir ógeðslega spenntir að fá að sýna sig og sanna," segir Ágúst.

„Það er oft sagt að það sé neikvætt að koma heim en ég hlusta ekki á það. Mér er alveg sama hvað fólk segir. Þetta er best fyrir minn feril."

Pressa og ekki pressa
Fótbolti.net fjallaði um það fyrir helgi að um Ágúst Orri yrði dýrasti leikmaður sem íslenskt félag hefur keypt. Samkvæmt nýrri upplýsingum er Aron Bjarnason sá dýrasti en kaupverðið á Ágústi getur hækkað og er ekki langt frá því sem Breiðablik greiddi fyrir Aron síðasta vetur.

„Pressa og ekki pressa. Ég mæti á völlinn og sýni hvað ég get. Það var eitthvað sagt. Ég veit ekki alveg hvað kaupverðið endar í. Þetta er eitthvað árangurstengt. Ég reyni að hugsa ekkert mikið út í það," segir Ágúst sem spilaði á dögunum sinn fyrsta leik með U21 landsliðinu.

Hann segir að tíminn á Ítalíu hafi verið lærdómsríkur en hann er ánægður að vera kominn aftur heim. Hann ætlar sér að spila sinn besta fótbolta með Blikum og stefnir aftur út þegar rétta tækifærið gefst.

„Ég talaði við Alfreð mikið og hann sagði við mig að við þyrftum að skipuleggja þetta vel. Ekki segja já bara við fyrsta boði. Bíða eftir rétta skrefinu fyrir mig. Ég er ekki að fara aftur út í eitthvað bull," sagði Ágúst og bætti við að hann gæti ekki beðið eftir komandi tímabili með Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner
banner