Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
   mið 27. nóvember 2024 14:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Ágúst Orri Þorsteinsson.
Ágúst Orri Þorsteinsson.
Mynd: Breiðablik
Ágúst Orri lék síðast með Blikum sumarið 2023.
Ágúst Orri lék síðast með Blikum sumarið 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kominn aftur heim og ætlar sér að gera vel.
Kominn aftur heim og ætlar sér að gera vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er fáránlega góð. Ég get ekki beðið," segir Ágúst Orri Þorsteinsson, nýr leikmaður Breiðabliks, sem er kominn aftur heim eftir dvöl á Ítalíu.

Ágúst Orri er nítján ára kantmaður sem seldur var til Genoa frá Breiðabliki fyrir rúmu ári síðan en hann snýr nú aftur heim í uppeldisfélagið. Hann skrifaði undir samning sem gildir út keppnistímabilið 2028.

„Þetta var mjög lengi að gerast því Genoa vildi alls ekki losna við mig. Alfreð Finnboga (tæknilegur ráðgjafi Breiðabliks) er í þessu í mjög langan tíma og ég er í miklu sambandi við hann. Einhvern veginn tókst að finna lausn sem bæði félög voru sátt með. Þá hoppaði ég í sófanum. Ég var helvíti ánægður með það," segir Ágúst.

„Ég sá ekki framtíð mína með Genoa. Ég vildi komast í aðalliðið en það var of löng leið. Ég var eitthvað að æfa með aðalliðinu en hóparnir eru svo stórir í Serie A og það er ekkert djók að komast í svona lið. Ég var æstur í að spila í Evrópu með Breiðabliki og svoleiðis. Þetta eru risastórir leikir og það er bara atvinnumennska að koma í Breiðablik. Þetta er bara vinnan mín og ég er ógeðslega spenntur fyrir næsta skrefi."

Síðasta vika var alvöru yfirlýsing fyrir Blika. Ásamt Ágústi þá gengu Valgeir Valgeirsson og Óli Valur Ómarsson í raðir félagsins.

„Ég er svo spenntur fyrir þessu. Við erum með geggjaða leikmenn. Núna eru þrír ungir leikmenn að bætast við hópinn, allir ógeðslega spenntir að fá að sýna sig og sanna," segir Ágúst.

„Það er oft sagt að það sé neikvætt að koma heim en ég hlusta ekki á það. Mér er alveg sama hvað fólk segir. Þetta er best fyrir minn feril."

Pressa og ekki pressa
Fótbolti.net fjallaði um það fyrir helgi að um Ágúst Orri yrði dýrasti leikmaður sem íslenskt félag hefur keypt. Samkvæmt nýrri upplýsingum er Aron Bjarnason sá dýrasti en kaupverðið á Ágústi getur hækkað og er ekki langt frá því sem Breiðablik greiddi fyrir Aron síðasta vetur.

„Pressa og ekki pressa. Ég mæti á völlinn og sýni hvað ég get. Það var eitthvað sagt. Ég veit ekki alveg hvað kaupverðið endar í. Þetta er eitthvað árangurstengt. Ég reyni að hugsa ekkert mikið út í það," segir Ágúst sem spilaði á dögunum sinn fyrsta leik með U21 landsliðinu.

Hann segir að tíminn á Ítalíu hafi verið lærdómsríkur en hann er ánægður að vera kominn aftur heim. Hann ætlar sér að spila sinn besta fótbolta með Blikum og stefnir aftur út þegar rétta tækifærið gefst.

„Ég talaði við Alfreð mikið og hann sagði við mig að við þyrftum að skipuleggja þetta vel. Ekki segja já bara við fyrsta boði. Bíða eftir rétta skrefinu fyrir mig. Ég er ekki að fara aftur út í eitthvað bull," sagði Ágúst og bætti við að hann gæti ekki beðið eftir komandi tímabili með Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner