Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
banner
   mið 27. nóvember 2024 14:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Ágúst Orri Þorsteinsson.
Ágúst Orri Þorsteinsson.
Mynd: Breiðablik
Ágúst Orri lék síðast með Blikum sumarið 2023.
Ágúst Orri lék síðast með Blikum sumarið 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kominn aftur heim og ætlar sér að gera vel.
Kominn aftur heim og ætlar sér að gera vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er fáránlega góð. Ég get ekki beðið," segir Ágúst Orri Þorsteinsson, nýr leikmaður Breiðabliks, sem er kominn aftur heim eftir dvöl á Ítalíu.

Ágúst Orri er nítján ára kantmaður sem seldur var til Genoa frá Breiðabliki fyrir rúmu ári síðan en hann snýr nú aftur heim í uppeldisfélagið. Hann skrifaði undir samning sem gildir út keppnistímabilið 2028.

„Þetta var mjög lengi að gerast því Genoa vildi alls ekki losna við mig. Alfreð Finnboga (tæknilegur ráðgjafi Breiðabliks) er í þessu í mjög langan tíma og ég er í miklu sambandi við hann. Einhvern veginn tókst að finna lausn sem bæði félög voru sátt með. Þá hoppaði ég í sófanum. Ég var helvíti ánægður með það," segir Ágúst.

„Ég sá ekki framtíð mína með Genoa. Ég vildi komast í aðalliðið en það var of löng leið. Ég var eitthvað að æfa með aðalliðinu en hóparnir eru svo stórir í Serie A og það er ekkert djók að komast í svona lið. Ég var æstur í að spila í Evrópu með Breiðabliki og svoleiðis. Þetta eru risastórir leikir og það er bara atvinnumennska að koma í Breiðablik. Þetta er bara vinnan mín og ég er ógeðslega spenntur fyrir næsta skrefi."

Síðasta vika var alvöru yfirlýsing fyrir Blika. Ásamt Ágústi þá gengu Valgeir Valgeirsson og Óli Valur Ómarsson í raðir félagsins.

„Ég er svo spenntur fyrir þessu. Við erum með geggjaða leikmenn. Núna eru þrír ungir leikmenn að bætast við hópinn, allir ógeðslega spenntir að fá að sýna sig og sanna," segir Ágúst.

„Það er oft sagt að það sé neikvætt að koma heim en ég hlusta ekki á það. Mér er alveg sama hvað fólk segir. Þetta er best fyrir minn feril."

Pressa og ekki pressa
Fótbolti.net fjallaði um það fyrir helgi að um Ágúst Orri yrði dýrasti leikmaður sem íslenskt félag hefur keypt. Samkvæmt nýrri upplýsingum er Aron Bjarnason sá dýrasti en kaupverðið á Ágústi getur hækkað og er ekki langt frá því sem Breiðablik greiddi fyrir Aron síðasta vetur.

„Pressa og ekki pressa. Ég mæti á völlinn og sýni hvað ég get. Það var eitthvað sagt. Ég veit ekki alveg hvað kaupverðið endar í. Þetta er eitthvað árangurstengt. Ég reyni að hugsa ekkert mikið út í það," segir Ágúst sem spilaði á dögunum sinn fyrsta leik með U21 landsliðinu.

Hann segir að tíminn á Ítalíu hafi verið lærdómsríkur en hann er ánægður að vera kominn aftur heim. Hann ætlar sér að spila sinn besta fótbolta með Blikum og stefnir aftur út þegar rétta tækifærið gefst.

„Ég talaði við Alfreð mikið og hann sagði við mig að við þyrftum að skipuleggja þetta vel. Ekki segja já bara við fyrsta boði. Bíða eftir rétta skrefinu fyrir mig. Ég er ekki að fara aftur út í eitthvað bull," sagði Ágúst og bætti við að hann gæti ekki beðið eftir komandi tímabili með Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner