Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. janúar 2020 10:26
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Man City ósáttir við ummæli Guardiola
Guardiola spjallar við Riyad Mahrez.
Guardiola spjallar við Riyad Mahrez.
Mynd: Getty Images
Opinber stuðningsmannasamtök Manchester City hafa gagnrýnt ummæli Pep Guardiola eftir sigurleikinn gegn Fulham í bikarnum um síðustu helgi.

39.223 áhorfendur voru á leiknum en það var þriðji aðsóknarmesti bikarleikur helgarinnar.

Guardiola setti þó spurningamerki við eigin stuðningsmenn og vonast eftir betri stuðningi í deildabikarleiknum gegn Manchester United á miðvikudagskvöld.

„Vonandi geta stuðningsmenn okkar mætt á næsta leik gegn United og fyllt leikvanginn. Það var ekki fullt í dag, ég veit ekki af hverju. Á miðvikudaginn eigum við möguleika á að fara aftur á Wembley. Vonandi fáum við betri stuðning," sagði Guardiola.

Kevin Parker, framkvæmdastjóri stuðningsmannafélags City, er ekki hrifinn af þessum ummælum.

„Ég er ekki ánægður þegar tryggð stuðningsmanna City, sem fóru í gegnum 35 ára án þess að vinna titil og hafa verið með liðinu í gegnum hæðir og lægðir, er sett í efa," segir Parker.

„Stuðningsmenn hafa verið að kaupa miða á undanúrslit deildabikarsins og leik gegn Real Madrid. Leikurinn gegn Fulham var ekki ársmiðahafaleikur svo stuðningsmenn þurftu að fara ofan í veskið."

„Ég elska Pep algjörlega. Hann er það besta sem hefur komið til félagsins frá fótboltalegu sjónarmiði. En svona pirrar stuðningsmenn sem þurfa að vinna mikið til að kaupa miða."

„Við fáum að okkar mati ósanngjarna gagnrýni frá stuðningsmönnum annarra liða og að fá svona frá eigin stjóra er enn verra. Það sýnir að hann er ekki í tengingu við fjárhagslegar staðreyndir stuðningsmanna. Það eru tekjulágir stuðningsmenn sem eru að eyða miklu í fótbolta," segir Parker.
Athugasemdir
banner
banner
banner