Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 28. janúar 2022 13:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breytt dagskrá hjá Blikum - „Ákveðinn undirbúningur fyrir Evrópuleikina"
Marki fagnað í Fótbolta.net mótinu.
Marki fagnað í Fótbolta.net mótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrr í mánuðinum var fjallað um að Breiðablik væri á leið á Atlantic Cup á Algarve í Portúgal. Þegar greint var fyrst frá mótinu hér á Fótbolta.net kom fram að Breiðablik myndi mæta danska liðinu FC Midtjylland og sænska liðinu AIK.

Eftir breytingar er ljóst að Breiðablik mætir varaliði Brentford þann 3. febrúar, Midtjylland 6. febrúar og FC Kaupmannahöfn þann 11. febrúar. Blikar halda utan 1. febrúar.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í mótið í viðtali í gær.

„Við horfum á þetta sem tækifæri til að fá reynslu í að spila á móti erlendum liðum. Þetta er ákveðinn undirbúningur fyrir Evrópuleikina í sumar. Við fáum þrjá leiki á móti mjög öflugum liðum. Við ætlum að setja þetta í lærdómskistuna og verða betri í þessari tegund af leikjum," sagði Óskar.
Óskar Hrafn: Nei, hún gerði það alls ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner