Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mán 04. mars 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís styður Einstök börn með því að gefa treyjur og skó
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Bayern í Meistaradeildinni.
Í leik með Bayern í Meistaradeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er heldur betur að leggja sitt af mörkum fyrir Einstök börn sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni.

Hægt er að fara inn á heimasíðu samtakanna og fræðast meira um þau með því að smella hérna.

Glódís, sem hjálpaði Íslandi að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í síðustu viku, er að gefa þrjár treyjur og tvö skópör úr einkasafni sínu sem eru núna í boði á uppboði og í happdrættis lotteríi.

Glódís gefur tvö skópör en hún klæddist þeim báðum í leikjum íslenska landsliðsins. Annað skóparið er í boði á uppboði en hitt skóparið er í happadrætti - þar sem sigurvegari verður dreginn út - og kostar hver miði í það aðeins 2500 krónur.

Fyrirliðinn gefur einnig þrjár treyjur; eina frá Bayern München þar sem hún er líka fyrirliði og svo tvær úr leikjum íslenska landsliðsins.

Treyjan sem er í boði í happadrætti er úr leik Íslands og Danmerkur frá því á síðasta ári. Glódís klæddist treyjunni í leiknum sem var hennar 120. landsleikur. „1-0 sigurleikur á útivelli á móti Dönum í þjóðadeildinni sem var fyrsti sigurleikur landsliðsins á móti Dönum í keppnisleik. Með þessum sigri tókum við af þeim möguleikann að komast á Ólympíuleikana í París," segir Glódís.

Hinar tvær treyjurnar eru á uppboði. Landsliðstreyjan er úr leik Íslands og Wales í desember síðastliðnum en þar vann Ísland 1-2 sigur. Svo er Bayern treyjan frá síðasta tímabili. „Þetta er treyjan sem ég spilaði í tímabilið 22/23 þar sem við urðum þýskir meistarar og spiluðum í átta-liða úrslitum Meistaradeildarinnar," segir Glódís.

Hægt er að fara inn á þessa síðu hérna til að gera tilboð í treyju eða skó, eða bæði, og kaupa happadrættismiða. Allt til styrktar frábæru málefni.


Athugasemdir
banner
banner
banner