Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. apríl 2021 14:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bakslag hjá Elfari Árna - Gæti Gary farið norður?
Elfar Árni var frá allt tímabilið í fyrra.
Elfar Árni var frá allt tímabilið í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gary Martin
Gary Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einhver umræða hefur verið með framherjamál KA komandi inn í tímabilið í Pepsi Max-deildinni. Ásgeir Sigurgeirsson hefur leyst stöðu fremsta manns og þá getur Nökkvi Þeyr Þórisson einnig spilað sem fremsti maður.

Elfar Árni Aðalsteinsson er þá að snúa til baka eftir að hafa slitið krossband í fyrra. Hann hefur eitthvað komið við sögu í undirbúningsleikjum en lék ekki gegn Þór í síðustu viku og ekki heldur gegn Fjölni um helgina.

„Elfar Árni er búinn að koma inn í leiki en það gæti verið eitthvað smá í að hann verði klár. Það kom smá bakslag. Það er slæmt fyrir okkur því hann er gífurlega öflugur leikmaður og þó það væri ekki nema í tíu mínútur eða korter þá væri það gríðarlega öflugt fyrir okkur. Það gæti verið vika, tvær eða þrjár. Það er eitthvað aðeins í hann," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA í dag.

Var það í skoðun að taka inn framherja fyrir mót?

„Nei, ekki með þessa þrjá leikmenn í standi. Þá ertu með Elfar Árna, Ásgeir og Nökkva. Mér finnst Ásgeir vera á allt öðrum stað en hann var í fyrra og hefur litið mjög vel út."

„Við höfum ekki verið að velta því fyrir okkur því við vorum sáttir með hópinn eins og hann var. En svo koma smá skakkaföll og þá er oft þannig að menn setjast niður og skoða hlutina. Við erum ekkert komnir mikið lengra en það. Þetta er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða eins og staðan er núna. Það er keyrsla núna og því væri mikilvægt að vera með alla klára."


Gary Martin var rekinn frá ÍBV í morgun. Hefur komið til tals hjá ykkur að skoða hann eitthvað?

„Nei, við höfum ekkert farið í að skoða það neitt. Við sáum þetta fyrir um það bil klukkutíma síðan. Við höfum ekki tekið neina ákvörðun í því samhengi og þannig er staðan."

Sjá einnig:
Kristijan Jajalo handleggsbrotinn - Brebels sneri á sér ökklann
KA reyndi að fá Gary fyrir 2 árum
Athugasemdir
banner