Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   mán 28. apríl 2025 16:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FH að fá U21 landsliðsmann frá Blikum - Arnór Borg í Vestra?
Dagur Örn Fjeldsted.
Dagur Örn Fjeldsted.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Örn Fjeldsted er á leið í FH á láni frá Breiðabliki. Þetta herma heimildir 433.is.

FH mun svo hafa forkaupsrétt á leikmanninum efnilega eftir tímabilið.

Félagaskiptaglugginn lokar á morgun og mun Dagur Örn ganga í raðir FH áður en glugganum verður skellt í lás. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net gæti Arnór Borg Guðjohnsen aftur á móti yfirgefið FH og farið í Vestra.

Dagur er tvítugur kantmaður sem kemur til með að styrkja FH-lið sem hefur farið illa af stað í Bestu deildinni. FH er aðeins með eitt stig eftir fjóra leiki.

Dagur, sem hefur verið hluti af U21 landsliði Íslands, hefur ekkert komið við sögu hjá Breiðabliki í Bestu deildinni til þessa en hann lék með liðinu í Mjólkurbikarnum á dögunum. Hann spilaði tíu leiki með HK á láni í fyrra og skorað í þeim eitt mark.

Arnór Borg hefur komið við sögu í fyrstu fjórum leikjum FH í Bestu deildinni á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner