
Fylkismenn heiðruðu minningu Egils Hrafns Gústafssonar með því að lyfta treyju hans er liðið fagnaði fyrsta markinu
Fylkir 2 - 1 ÍBV
0-1 Alex Freyr Hilmarsson ('10 )
1-1 Orri Sveinn Stefánsson ('31 )
2-1 Óskar Borgþórsson ('54 )
Lestu um leikinn
0-1 Alex Freyr Hilmarsson ('10 )
1-1 Orri Sveinn Stefánsson ('31 )
2-1 Óskar Borgþórsson ('54 )
Lestu um leikinn
Fylkir vann annan leik sinn í Bestu deild karla á þessu tímabili er liðið átti góða endurkomu í 2-1 sigri á ÍBV á Würth-vellinum í Árbæ.
Eyjamenn, sem höfðu tapað fjórum leikjum í röð fram að þessum leik, fengu draumabyrjun. Alex Freyr Hilmarsson skoraði markið en aðdragandinn var frábær.
Eyþór Daði Kjartansson kom óvænt inn í byrjunarlið Eyjamanna þar sem Eiður Aron Sigurbjörnsson meiddist í upphitun. Eyþór átti langan bolta fram á Arnar Breka Gunnarsson og kom hann með fyrirgjöfina í teiginn á Alex sem skoraði.
Meiðslavandræði Eyjamanna héldu áfram þegar Halldór Jón SIgurður Þórðarson þurfti að fara af vellinum á börum. Annar leikmaðurinn sem meiðist í kringum þennan leik.
Fylkismenn jöfnuðu metin á 31. mínútu. Orri Svein Stefánsson með markið eftir hornspyrnu. Alex Freyr gleymdi að dekka sinn mann og nýtti Orri sér það.
„Fylkismenn fagna með því að hlaupa upp að stúkunni og ná í treyju sem á stendur "Egill Hrafn". Ungur leikmaður Fylkis sem féll frá á dögunum og minning hans heiðruð,“ sagði Elvar Geir Magnússon í lýsingu Fótbolta.net.
ÍBV var nálægt því að taka forystuna í tvígang undir lok fyrri hálfleiks en Fylkismenn björguðu vel.
Gestirnir gerði sigurmark leiksins á 54. mínútu. Óskar Borgþórsson gerði markið en hann fékk smá hjálp frá Sigurði Arnari Magnússyni. Hann átti skot við D-bogann og boltinn af Sigurði og í netið.
Sverrir Páll Hjaltested komst næst því að jafna fyrir Eyjamenn er hann átti skalla framhjá markinu en lengra komust gestirnir ekki og lokatölur 2-1 Fylki í vil.
Fimmta tap Eyjamanna í röð á meðan Fylkir hefur unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum. ÍBV er í næst neðsta sæti með 6 stig en Fylkir er nú komið upp í 7. sæti með 10 stig.
Athugasemdir