Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   sun 28. maí 2023 19:04
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Fimmta tap ÍBV í röð
watermark Fylkismenn heiðruðu minningu Egils Hrafns Gústafssonar með því að lyfta treyju hans er liðið fagnaði fyrsta markinu
Fylkismenn heiðruðu minningu Egils Hrafns Gústafssonar með því að lyfta treyju hans er liðið fagnaði fyrsta markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Eyjamenn hafa tapað fimm leikjum í röð
Eyjamenn hafa tapað fimm leikjum í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 2 - 1 ÍBV
0-1 Alex Freyr Hilmarsson ('10 )
1-1 Orri Sveinn Stefánsson ('31 )
2-1 Óskar Borgþórsson ('54 )
Lestu um leikinn

Fylkir vann annan leik sinn í Bestu deild karla á þessu tímabili er liðið átti góða endurkomu í 2-1 sigri á ÍBV á Würth-vellinum í Árbæ.

Eyjamenn, sem höfðu tapað fjórum leikjum í röð fram að þessum leik, fengu draumabyrjun. Alex Freyr Hilmarsson skoraði markið en aðdragandinn var frábær.

Eyþór Daði Kjartansson kom óvænt inn í byrjunarlið Eyjamanna þar sem Eiður Aron Sigurbjörnsson meiddist í upphitun. Eyþór átti langan bolta fram á Arnar Breka Gunnarsson og kom hann með fyrirgjöfina í teiginn á Alex sem skoraði.

Meiðslavandræði Eyjamanna héldu áfram þegar Halldór Jón SIgurður Þórðarson þurfti að fara af vellinum á börum. Annar leikmaðurinn sem meiðist í kringum þennan leik.

Fylkismenn jöfnuðu metin á 31. mínútu. Orri Svein Stefánsson með markið eftir hornspyrnu. Alex Freyr gleymdi að dekka sinn mann og nýtti Orri sér það.

„Fylkismenn fagna með því að hlaupa upp að stúkunni og ná í treyju sem á stendur "Egill Hrafn". Ungur leikmaður Fylkis sem féll frá á dögunum og minning hans heiðruð,“ sagði Elvar Geir Magnússon í lýsingu Fótbolta.net.

ÍBV var nálægt því að taka forystuna í tvígang undir lok fyrri hálfleiks en Fylkismenn björguðu vel.

Gestirnir gerði sigurmark leiksins á 54. mínútu. Óskar Borgþórsson gerði markið en hann fékk smá hjálp frá Sigurði Arnari Magnússyni. Hann átti skot við D-bogann og boltinn af Sigurði og í netið.

Sverrir Páll Hjaltested komst næst því að jafna fyrir Eyjamenn er hann átti skalla framhjá markinu en lengra komust gestirnir ekki og lokatölur 2-1 Fylki í vil.

Fimmta tap Eyjamanna í röð á meðan Fylkir hefur unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum. ÍBV er í næst neðsta sæti með 6 stig en Fylkir er nú komið upp í 7. sæti með 10 stig.
Athugasemdir
banner
banner