Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   sun 28. maí 2023 14:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Markvörður PSG illa haldinn eftir að hafa dottið af hestbaki
Mynd: EPA

Sergio Rico varamarkvörður PSG er illa haldinn á gjörgæslu á Spáni eftir að hafa dottið af hestbaki.


Leikmenn PSG fengu frí eftir að hafa unnið franska titilinn í gær og fór Rico heim til Spánar. Hann var á hestbaki og lenti í samstuði við annan hest sem varð til þess að hann datt af hestbaki.

Talsmaður PSG segir að hann sé alvarlega slasaður.

Rico er 29 ára gamall Spánverji en hann gekk til liðs við PSG árið 2019 frá Sevilla en hann var á láni hjá Fulham tímabilið 2018/19.

,


Athugasemdir
banner
banner
banner