Fer De Gea til Sádí Arabíu? - Ödegaard var nálægt því að ganga til liðs við Tottenham - Klopp hafnaði þýska landsliðinu
   sun 28. maí 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Segist eiga skilið að halda áfram með PSG
Mynd: EPA
Franski þjálfarinn Christophe Galtier segist eiga skilið að stýra Paris Saint-Germain áfram á næstu leiktíð.

Galtier tók við af Mauricio Pochettino síðasta sumar en liðið hefur fengið mikla gagnrýni undir stjórn Galtier.

Liðið vann frönsku deildina en með þennan hóp og fjármagn á það að vera í áskrift. Liðið komst hins vegar ekki í úrslit franska bikarsins og datt þá úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Það spilaði leiðinlegan fótbolta miðað við gæði og er líklegt að félagið segi skilið við Galtier í sumar en hann segist þó verðskulda annað tímabil.

„Mér finnst ég verðskulda annað tímabil. Ég hef gefið alla mína orku í þetta. Ég gat haldið liðinu á sömu braut þrátt fyrir mikla erfiðleika. Persónulega finnst mér ég verðskulda það að halda áfram með liðið,“ sagði Galtier.
Athugasemdir
banner