Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 28. júlí 2022 17:30
Elvar Geir Magnússon
Suarez til Nacional (Staðfest)
Úrúgvæska félagið Nacional hefur staðfest heimkomu sóknarmannsins Luis Suarez.

Suarez kemur á frjálsri sölu frá Atletico Madrid en samningur hans við spænska félagið rann út í sumar.

Suarez er 35 ára og hóf aðalliðsferil sinn hjá Nacional en liðið hafnaði í öðru sæti úrúgvæsku deildarinnar á síðasta tímabili.

Suarez er fyrrum leikmaður Liverpool og Barcelona, þá er hann markahæsti leikmaður landsliðs Úrúgvæ frá upphafi. Hann hefur skorað 68 mörk í 132 landsleikjum.


Athugasemdir
banner