Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 28. október 2020 19:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Bjarki spilaði allan tímann er Venezia tapaði í vító
Bjarki Steinn Bjarkason.
Bjarki Steinn Bjarkason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru tvö Íslendingalið í eldlínunni í ítölsku bikarkeppninni í kvöld.

Brescia fór áfram gegn Perugia með sannfærandi 3-0 sigri. Hvorki Hólmbert Aron Friðjónsson né Birkir Bjarnason voru í leikmannahópi Brescia í leiknum. Hólmbert er að glíma við meiðsli, en Birkir var orðaður frá Brescia á dögunum.

Brescia komst áfram en Venezia frá Feneyjum féll úr leik í vítaspyrnukeppni.

Venezia, sem er í B-deild, mætti úrvalsdeildarfélaginu Hellas Verona og lenti 2-0 undir. Feneyjarliðið kom til baka á síðustu tíu mínútum leiksins og náði að jafna. Því var framlengt. Í framlengingunni komst Venezia yfir en Hellas Verona náði að jafna aftur og úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni, þar sem Verona hafði betur.

Bjarki Steinn Bjarkason spilaði allan leikinn fyrir Venezia, en hann tók ekki víti. Óttar Magnús Karlsson var ekki með Venezia í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner