Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. janúar 2020 16:28
Elvar Geir Magnússon
Soucek til West Ham (Staðfest)
Tomas Soucek.
Tomas Soucek.
Mynd: West Ham
Miðjumaðurinn Tomas Soucek er orðinn leikmaður West Ham en hann kemur frá Slavia Prag. Um er að ræða lánssamning en West Ham getur keypt hann í sumar.

„Ég held að hann gefi okkur nýja möguleika en hann er leikmaður sem passar í okkar hugmyndir," segir David Moyes, stjóri West Ham.

„Hann hefur verið fyrirliði Slavia Prag. Hann spilar sem varnartengiliður en hefur einnig skorað mörk sem sóknarmiðjumaður. Hann hakar í mörg box en við þurfum að gefa honum tækifæri og tíma til að aðlagast."

Soucek er 24 ára tékkneskur landsliðsmaður, hann hefur leikið 25 landsleiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner