Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. febrúar 2020 14:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Victor lagði upp, Samúel byrjar - Dramatík hjá CSKA
Guðlaugur Victor Pálsson í landsleik.
Guðlaugur Victor Pálsson í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Darmstadt vann í dag góðan sigur þegar Heidenheim kom í heimsókn. Heimamenn skoruðu tvö mörk gegn engu gestanna og komu mörkin snemma leiks.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn hjá Darmstadt og lagði hann upp seinna mark liðsins á 16. mínútu. Victor kom boltanum á Mathias Honsak sem kom boltanum í netið. Darmstadt er í 6. sæti deildarinanr eftir 24 umferðir með 35 stig.

Samúel Kári Friðjónsson er í byrjunarliði Paderborn sem leikur nú gegn Mainz í þýsku Bundesliga. Samúel kom inn á í sínum fyrsta leik þegar Paderborn tapaði gegn toppliði Bayern um síðustu helgi.

Samúel er uppalinn Keflvíkingur en kom frá Valerenga í janúar. Samúel er stillt upp hægra meginn á þriggja manna miðju.

Í Rússlandi tók CSKA á móti Ural í Moskvu. Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru í byrjunarliði CSKA og léku allan leikinn.

Gestirnir frá Ural komust yfir á 72. mínútu en Mario Fernandes jafnaði leikinn á fyrstu mínútu uppbótartíma. CSKA er í 2. sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir Zenit en þrjú lið geta náð CSKA þar sem þau eiga eftir að leika í 20. umferðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner