Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 29. mars 2020 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mike Ashley biðst afsökunar og hjálpar til
Mike Ashley, eigandi Newcastle, er umdeildur.
Mike Ashley, eigandi Newcastle, er umdeildur.
Mynd: Getty Images
Ashley er eigandi Sports Direct og knattspyrnufélagsins Newcastle.
Ashley er eigandi Sports Direct og knattspyrnufélagsins Newcastle.
Mynd: Getty Images
Mike Ashley reyndi hvað hann gat til að halda Sport Direct verslunum sínum í Bretlandi opnum, en hefur núna beðist afsökunar á því.

Fyrirtæki í Bretlandi, sem selja ekki nauðsynjavörur, var skipað að loka þar sem Bretar herða nú aðgerðir sínar í baráttunni gegn kórónuveirunni.

Ashley, sem er einnig eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle, reyndi að halda því fram að íþróttavörur væru nauðsynlegar fyrir Breta sem þyrftu að vera heima.

Verslunum Sport Direct var á endanum lokað á þriðjudag, en verslunarkeðjan er áfram starfandi á netinu og er vörugeymsla Sport Direct opin í Derbyshire. Ashley sendi frá sér afsökunarbeiðni og talar hann um misskilning.

„Ég biðst innilegrar afsökunar á misskilningi síðustu daga," sagði Ashley í opnu bréfi. „Ætlun okkar var bara að betri skilning frá ríkisstjórninni um það hvort við ættum að halda búðum okkar opnum."

„Við hefðum aldrei farið gegn þeirra ráðum. Þegar ég lít til baka þá voru tölvupóstar okkar til ríkisstjórnarinnar óskynsamlegir og illa tímasettir þegar hún glímir við erfiðari mál en okkar. Að auki voru samskipti okkar við starfsmenn og almenning slæm."

Ashley ætlar að lána flutningbíla til þess að aðstoða við að flytja búnað og vörur til heilbrigðisstarfsmanna. „Við munum hjálpa þar sem hægt er að hjálpa."

Vakti einnig reiði Newcastle stuðningsmanna
Ashley vakti ekki bara reiði almennings í Bretlandi í síðustu viku, einnig gerði hann það hjá stuðningsmönnum Newcastle. Stuðningsmenn félagsins eru ósáttir með það að búið sé að rukka fyrir ársmiða næsta tímabils.

Nánar má lesa um það hérna

Ashley er mjög óvinsæll hjá stuðningsmönnum Newcastle sem vilja ólmir losna við hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner